Viðhorfi íbúa á höfuðborgarsvæðinu til ferðamanna og ferðaþjónstu

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Viðhorfi íbúa á höfuðborgarsvæðinu til ferðamanna og ferðaþjónstu
Lýsing

Höfuðborgarstofa hefur látið kanna viðhorf íbúa á höfuðborgarsvæðinu til ferðamanna og ferðaþjónustu með reglubundnum hætti síðan árið 2015. Markmiðið með könnuninni er að afla upplýsinga og greina þolmörk íbúa gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu út frá hinum ýmsum þáttum í innviðum samfélagsins.

Könnunin fór fram í maí 2019 og var gerð af Maskínu.

Meginniðurstöður eru að Reykvíkingar eru jákvæðir gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu og segjast stoltir af því að búa í borg þar sem vel er tekið á móti ferðamönnum. Þá eru þeir jákvæðari nú en síðustu tvö ár. Niðurstöður könnunar um viðhorf íbúa höfuðborgarinnar gagnvart ferðaþjónustu segir einnig að íbúum þyki ferðamenn vinalegir í samskiptum.

Fjöldi ferðamanna hæfilegur

Fjöldi ferðamanna í miðborginni telst hæfilegur af meirihluta svarenda og eru fleiri þeirra skoðunar en áður. Íbúar miðborgarinnar eru jákvæðir í garð ferðamanna þótt þeir verði meira varir við ónæði af hálfu heimagistingar við heimili sitt en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Svarendur segja jákvæðar hliðar ferðaþjónustu vega þyngra en neikvæðar og telja borgarbúa mjög eða fremur gestrisna gagnvart erlendum ferðamönnum.

Framboð afþreyingar aukist

Meirihluti svarenda er sammála því að fjölgun ferðamanna hefur jákvæð efnahagsleg áhrif. Eins sammælast þeir um að framboð afþreyingar, menningar, kaffihúsa og veitingastaða í borginni hafi aukist með fjölgun ferðamanna. Mikill meirihluti, eða yfir 70 prósent segja verslun þó einsleitari vegna ferðaþjónustu þrátt fyrir aukningu á framboði.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2019
Útgefandi Höfuðborgarstofa
Leitarorð reykjavík, höfuðborgin, höfuðborg, höfuðborgarsvæðið, viðhorf, viðhorfskönnun, höfuðborgarstofa