Fara í efni

Könnun meðal erlendra ferðamanna á Íslandi sumarið 2016

Nánari upplýsingar
Titill Könnun meðal erlendra ferðamanna á Íslandi sumarið 2016
Lýsing

Könnun meðal erlendra ferðamanna sem Maskína sá um að framkvæma fyrir Ferðamálastofu síðastliðið sumar eða á tímabilinu júní til ágúst. Könnunin kemur í framhaldi af sömu könnun sem framkvæmd var á tímabilinu október 2015 til maí 2016. Ýmsar áhugaverðar niðurstöður má finna í könnuninni sem vert er að bera saman við niðurstöður úr fyrri könnunum.

Með könnuninni var aflað upplýsinga um erlenda ferðamenn sem heimsóttu landið mánuðina júní til ágúst 2016, aðdragandann að Íslandsferðinni, ferðahegðun þeirra á Íslandi, eyðsluhætti og viðhorf þeirra til ýmissa þátta íslenskrar ferðaþjónustu. Um var að ræða netkönnun þar sem netföngum var safnað með skipulögðum hætti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Úrtakið var 4.710 og var svarhlutfallið 50,2%.

Niðurstöður úr könnuninni má nálgast í skýrslunni hér að neðan. Heildarniðurstöður eru settar fram í gröfum þar sem sjá má samanburð við fyrri kannanir þar sem slíkt á við. Einstaka spurningar eru síðan greindar fyrir svör gesta eftir kyni, aldri, starfi, menntun, heimilistekjum, þjóðerni,búsetulandi, markaðssvæðum og tilgangi ferðar.

Bendum einning á að niðurstöður úr könnunum Ferðamálastofu er hægt að skoða með gagnvirkum hætti á sérstökum vefsvæðum. Opna gagnvirkan kannanavef

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2017
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð ferðamenn, ferðavenjur, ferðahegðun, fjöldi ferðamanna, tölfræði, talnaefni, talning, sumar, sumarkönnun