Ferðavenjur Íslendinga um Norðurland að vetri

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Ferðavenjur Íslendinga um Norðurland að vetri
Lýsing Rannsóknamiðstöð ferðamála kannaði í samvinnu við Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Akureyrarstofu, Sveitarfélagið Skagafjörð og Vetraríþróttamiðstöð Íslands ferðavenjur Íslendinga og hver samsetning ferðamannanna er yfir vetrartímann með áherslu á Norðurland sem áfangastað. Fáar rannsóknir hafa sérstaklega miðast við að kanna ferðavenjur Íslendinga að vetri til og einstök svæði hafa ekki verið skoðuð sérstaklega líkt. Rannsóknin byggir á könnun sem Rannsóknamiðstöð ferðamála hafði umsjón með. Könnunin er liður í stærri áætlun Rannsóknamiðstöðvarinnar um rannsóknir á ferðavenjum Íslendinga. Vinnan er unnin í samráði við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á svæðinu með það að markmiði að fá fram sjónarmið sem flestra svo að hægt verði að vinna með niðurstöðurnar í þeirra þágu. Í skýrslunni er greint frá rannsókninni og niðurstöðum könnunarinnar sem var símakönnun. Voru lagðar spurningar fyrir Íslendinga sem var ætlað að meta ferða- og neysluvenjur íslenskra ferðamanna á Norðurlandi að vetri til.
Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Eyrún Jenný Bjarnadóttir
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2008
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
ISBN 978-9979-834-68
Leitarorð Rannsóknamiðstöð ferðamála, Norðurland, ferðavenjur, ferðavenjur Íslendinga, Akureyri, vetur, vetrarferðir, vetrarferðamennska, lágönn, skíði, hlíðarfjall, dalvík, ólafsfjörður, siglufjörður, fjallabyggð, dalvíkurbyggð, skagafjörður, tindastóll, skarðsdalur