Ferðalög Íslendinga 2019 og ferðaáform þeirra 2020

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Ferðalög Íslendinga 2019 og ferðaáform þeirra 2020
Lýsing

Ferðamálastofa birtir hér niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2019 og ferðaáform á árinu 2020. Könnunin hefur verið framkvæmd árlega með sambærilegum hætti frá árinu 2010. Er því kominn yfir áratugur af samfelldum niðurstöðum um þetta efni. 

Sjá eldri kannanir

Helstu niðurstöður

 • Meðmælaskor (NPS) Íslendinga fyrir ferðalög innanlands mældist 34 stig í ársbyrjun 2020, hærra en fyrir ári síðan, og er um marktækan mun að ræða. 
 • Marktæk fækkun var í utanlandsferðum Íslendinga milli áranna 2018 og 2019.
 • Álíka margir ferðuðust innanlands árið 2019 og árið 2018, flestir um Norður- og Suðurland.
 • Gistinætur þeirra sem ferðuðust innanlands voru að jafnaði um 14 talsins. Gera má gera ráð fyrir að um helmingi gistinótta landsmanna á ferðalögum hafi verið eytt á Norðurlandi og Suðurlandi.
 • Sundlaugar og jarðböð voru sem fyrr sú afþreying sem flestir greiddu fyrir og ekki var marktækur munur á notkun á afþreyingu sem greitt var fyrir árið 2019 í samanburði við árið 2018.
 • Um helmingur Íslendinga stundaði almenna útiveru einu sinni í viku eða oftar. Hjóla- og fjallahjólaferðum fjölgaði marktækt á milli ára, sem og ferðum í heit og köld böð.

Í skýrslu um könnunina eru meginniðurstöður dregar fram í byrjun með aðgengilegum hætti en niðurstöðum er annars skipt í 7 meginkafla:

 • Ferðalög erlendis
 • Ferðalög innanlands
 • Dagsferðir innanlands
 • Fyrirhuguð ferðalög næsta árs
 • Upplýsingaleit varðandi ferðalög innanlands
 • Meðmælaskor
 • Stunduð útivist
Hlekkur /static/files/ferdamalastofa/kannanir/innanlandskonnun-2020-heild.pdf
Höfundar
Nafn Birkir Örn Gretarsson
Nafn Ingvar Þorsteinsson
Nafn Oddný Þóra Óladóttir
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2020
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð ferðavenjur, ferðaáform, ferðir 2019, ferðalög, ferðalag, ferðalög íslendinga, innanlands, innanlandskönnun, ferðahegðun, sumar, sumarfrí