Fara í efni

Ferðakönnun á Íslandi. Erlendir ferðamenn júní 1991- júní 1992. Samanburður milli árstíða: sumar, vetur, vor og haust.

Nánari upplýsingar
Titill Ferðakönnun á Íslandi. Erlendir ferðamenn júní 1991- júní 1992. Samanburður milli árstíða: sumar, vetur, vor og haust.
Undirtitill Skýrsla unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Lýsing Ferðamálakönnunin á Íslandi er hluti af stærra verkefni sem unnið er fyrir ferðamálanefnd Norðurlandaráðs og miðar að því að afla upplýsinga um ferðaþjónustu á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Markmiðið með upplýsingaöflun þessari er að fá ýtarlegar upplýsingar sem aðilar í ferðaþjónustu í þessum löndum geta notað í uppbyggingu og framþróun atvinnugreinarinnar. Sú skýrsla sem hér liggur fyrir sýnir yfirlit um niðurstöður viðamikillar könnunar sem gerð var meðal erlendra ferðamanna á Íslandi á tímabilinu frá 28. Júní 1991- 15. Júní 1992. Hér með er náð því markmiði þessa verkefnis að fá heildarmynd af erlendum ferðamönnum sem koma til landsins á heilu ári, og ekki síst að geta gert grein fyrir niðurstöðunum fyrir hverja af megin-árstíðum ferðaársins sérstaklega. Við framkvæmd könnunarinnar og úrvinnslu var ferðaárinu skipt upp í fjórar árstíðir og var í því sambandi tekið mið af veðurfari hér á landi og fjölda erlendra ferðamanna sem koma til landsins á hverjum tíma.
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Ásta Bjarnadóttir
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 1992
Útgefandi Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
Leitarorð Ferðakönnun, ferðamenn, samanburður á milli árstíða.