Ferðakönnun á Íslandi. Erlendir ferðamenn júní 1991- júní 1992. Samanburður milli árstíða: sumar, vetur, vor og haust.

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Ferðakönnun á Íslandi. Erlendir ferðamenn júní 1991- júní 1992. Samanburður milli árstíða: sumar, vetur, vor og haust.
Undirtitill Skýrsla unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Lýsing Ferðamálakönnunin á Íslandi er hluti af stærra verkefni sem unnið er fyrir ferðamálanefnd Norðurlandaráðs og miðar að því að afla upplýsinga um ferðaþjónustu á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Markmiðið með upplýsingaöflun þessari er að fá ýtarlegar upplýsingar sem aðilar í ferðaþjónustu í þessum löndum geta notað í uppbyggingu og framþróun atvinnugreinarinnar. Sú skýrsla sem hér liggur fyrir sýnir yfirlit um niðurstöður viðamikillar könnunar sem gerð var meðal erlendra ferðamanna á Íslandi á tímabilinu frá 28. Júní 1991- 15. Júní 1992. Hér með er náð því markmiði þessa verkefnis að fá heildarmynd af erlendum ferðamönnum sem koma til landsins á heilu ári, og ekki síst að geta gert grein fyrir niðurstöðunum fyrir hverja af megin-árstíðum ferðaársins sérstaklega. Við framkvæmd könnunarinnar og úrvinnslu var ferðaárinu skipt upp í fjórar árstíðir og var í því sambandi tekið mið af veðurfari hér á landi og fjölda erlendra ferðamanna sem koma til landsins á hverjum tíma.
Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Ásta Bjarnadóttir
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 1992
Útgefandi Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
Leitarorð Ferðakönnun, ferðamenn, samanburður á milli árstíða.