Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2004-2013 – samanburður og þróun

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2004-2013 – samanburður og þróun
Lýsing

„Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2004-2013 – samanburður og þróun“ er hluti af Sóknaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið 2013 sem er fjármagnað m.a. af ríkissjóði samkvæmt sérstökum samningi þar um. 

Þessi greinargerð byggir á niðurstöðum úr könnunum sem Rannsóknir og ráðgjöf ferða-­‐ þjónustunnar (RRF) hafa framkvæmt fyrir Höfuðborgarstofu stöðugt frá janúar 2004 til ágúst 2013, eða í áratug. Spurningarnar fyrir Höfuðborgarstofu hafa verið liður í stærri könnun sem nefnist Dear Visitors og er framkvæmd meðal erlendra brottfararfarþega í Leifsstöð allt árið um kring og einnig á Seyðisfirði að sumarlagi. Þar hefur m.a. verið spurt um komur og gistinætur erlendra ferðamanna í Reykjavík, afþreyingu þeirra í borginni og um álit á henni (einkunn). Einnig um heildarreynslu af Reykjavík og hvort erlendir gestir muni mæla með borginni við aðra.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Rögnvaldur Guðmundsson
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2013
Útgefandi Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Leitarorð reykjavík, höfuðborgin, höfuðborgarsvæðið, kannanir, könnun, ferðavenjur, markaðssetning, gistinætur