Erlendir ferðamenn á Íslandi 2019: Lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Erlendir ferðamenn á Íslandi 2019: Lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf
Lýsing

Skýrslan "Erlendir ferðamenn á Íslandi 2018: Lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf" hefur að geyma heildarsamantekt  á niðurstöðum úr könnun Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna árið 2019. Sjá má yfirlit yfir meginiðurstöður úr langflestum spurningum sem voru lagðar fyrir ferðamenn á árinu 2019, þ.m.t. spurningar í tengslum við aðdragandann að ferð, dvalarlengd, ferðahegðun, upplifun og viðhorf til einstakra þátta ferðaþjónustunnar. Í skýrslunni eru niðurstöður settar fram með myndrænum hætti og í töflum þar sem finna má svör eftir helstu þjóðernum og markaðssvæðum, auk þess sem tenging er einn á töflur þar sem finna má niðurstöður eftir fleiri bakgrunnsbreytum. Sambærileg skýrsla kom út á síðasta ári sem byggir á niðurstöðum þeirra sem heimsóttu landið árið 2018. Niðurstöður úr könnuninni hafa verið birtar með margvíslegum hætti s.s. í Mælaborði ferðaþjónustunnar og mánaðarlegu samantektinni ,,Ferðaþjónustan í tölum“. Auk þess má nefna að niðurstöður könnunarinnar eru grunnur að mati á útgjöldum ferðamanna hjá Hagstofunni.

 

Greining á svörum við opnum spurningum 

Frekari greining á svörum við opnum spurningum í könnuninni 2019 hefur að markmiði að varpa ljósi á sköpun einstakrar upplifunar hjá ferðamönnum. Svörin voru greind með hliðsjón af eftirfarandi spurningum:

  • ,,Hvernig stuðla náttúra, menning og afþreying að upplifun ferðamanna"?
  • ,,Hvernig getur íslensk ferðaþjónusta bætt upplifun ferðamanna með tilliti til fagmennsku, gæða og öryggis“?

Sambærileg skýrsla kom út á síðasta ári sem byggir á niðurstöðum þeirra ferðamanna sem heimsóttu landið árið 2018. Í skýrslunni má sjá samhliða niðurstöðum greiningarinnar vísun í fjölmargar beinar tilvitnanir í ummæli þeirra ferðamanna sem svöruðu könnuninni.

Mynd: Joshua Earle á Unsplash

Hlekkur https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/Frettamyndir/2021/juni/lokaskyrsla-2019-2a.pdf
Höfundar
Nafn Oddný Þóra Óladóttir
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2020
Útgefandi Ferðamálastofa
ISBN 978-9935-9541-5-2
Leitarorð landamærakönnun, ferðamálastofa, viðhorf, útgjöld, ferðamenn, ferðavenjur, ferðahegðun, fjöldi ferðamanna, tölfræði, talnaefni, talningar, hagstofan