Þarfagreining um rannsóknir

Þörfin fyrir rannsóknir í íslenskri ferðaþjónustu - Greining hagsmunaaðila

Þörfin fyrir rannsóknir forsíðaÍ lok september 2013 kynnti Ferðamálastofa niðurstöður greiningar á þörfinni fyrir rannsóknir í íslenskri ferðaþjónustu. Um er að ræða niðurstöður vinnu sem fram fór fyrr á árinu, m.a. á fjölsóttum vinnufundum með hagsmunaaðilum. Um var að ræða aðgerð sem kveðið var á um í ferðamálaáætlun 2011‐2020 þess efnis að þarfagreining um rannsóknir fyrir ferðaþjónustu verði endurskoðuð með aðkomu hagsmunaaðila. Var þar vísað til greiningarvinnu sem Ferðamálastofa stóð fyrir á árinu 2006, með aðstoð hagsmunaaðila.

Við mat á rannsóknarþörf ferðaþjónustunnar var farin sú leið að vinna út frá hugmyndum hagsmunaaðilanna sjálfra, en þær voru greindar á fjölsóttum vinnufundi, þar sem rannsóknaþörfin var rædd út frá átta efnisþáttum. Verkefnum var í framhaldinu forgangsraðað á vinnufundi með nokkrum völdum hagmunaaðilum. Það kom síðan í hlut Ferðamálastofu og
KPMG að útfæra og kostnaðargreina hvert og eitt rannsóknarefni.

Opna skýrslu


Rannsóknarþörfin í íslenskri ferðaþjónustu - Niðurstöður vinnuhóps Ferðamálastofu

Ferðamálastofu var á árinu 2006 falið að gera þarfagreiningu um nauðsynlegar rannsóknir í ferðaþjónustu í samræmi við ferðamálaáætlun Samgönguráðuneytisins (2006-2015) en þar hafa verið sett fram þau markmið að rannsóknir í ferðaþjónustu verði í samræmi við þarfir greinarinnar og styðji við framkvæmd ferðamálaáætlunar. Sú leið var farin að fá hugmyndir að rannsóknarverkefnum hjá hagsmunaaðilum í íslenskri ferðaþjónustu með rýnihópaathugun og var ráðgjafafyrirtækið Gallup-Capacent fengið til að sjá um framkvæmd hennar.

Fjórir rýnihópar komu saman til að ræða rannsóknarþörfina, en í hvern og einn voru boðaðir níu til tíu einstaklingar frá völdum fyrirtækjum, samtökum og stofnunum. Þegar niðurstöður lágu fyrir var ákveðið að skipa vinnuhóp til að skilgreina nánar þau verkefni sem þátttakendur höfðu sett í forgang og í framhaldi af því að gera tillögur að tíu rannsóknarefnum til Samgönguráðuneytisins.

Opna skýrslu