Starfsánægja í ferðaþjónustu

Rannsókn um starfsánægju í ferðaþjónustu er framkvæmd árlega í samstarfi við Vinnueftirlit ríkisins. Meginmarkmið samningsverkefnisins er að kanna með reglubundnum hætti sambandið á milli vinnuumhverfis og starfsánægju í ferðaþjónustu sem og að vakta skilgreindan mælikvarða fyrir stöðu atvinnugreinarinnar. Rannsóknin 2019 hefst í september og stendur gagnasöfnun yfir til mánaðarmóta október/nóvember.

Starfsánægja er mikið rannsakað fyrirbæri innan sálfræði, sér í lagi vinnusálfræði. Samvinnuverkefnið byggir á viðurkenndri aðferð við mælingar á starfsánægju þar sem greind er ánægja með:

  • laun
  • möguleika á framvindu í starfi
  • leiðbeiningu og stjórnun yfirmanna
  • (árangurstengd) fríðindi
  • vinnuumhverfið
  • samstarfsmenn
  • eðli starfsins
  • samskipti á vinnustað

Nánari upplýsingar um spurningalistann

Einnig eru lagðar fyrir valdar spurningar úr norrænni spurningakönnun þar sem spurt er um eftirtalda fimm þætti í vinnuumhverfinu sem eru þekktir fyrir að geta haft áhrif á líðan fólks: misrétti, kröfur um ákvarðanir, réttlát stjórnun, stuðningur yfirmanns og áreiti og einelti.

starfsánægja 2018

Myndin hér fyrir ofan sýnir niðurstöður frá 2018 hvað varðar hlutfall ánægðra starfsmanna heilt yfir og með ákveðna þætti í starfsumhverfinu.

Helstu niðurstöður úr rannsókninni 2018 má nálgast í Mælaborði ferðaþjónustunnar. Hægt er að skoða niðurstöðurnar eftir bakgrunnsbreytum með því að smella á “Starfsánægju” eða “Vinnuumhverfi” neðst á síðunni.