Sértækar kannanir

  • Viðhorfskannanir meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja
    Í febrúar og mars 2016 fékk Ferðamálastofa Gallup til að framkvæma viðhorfskönnun meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Markmiðið með könnuninni var að leggja mat á árangur íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á árinu 2015 og horfurnar á árinu 2016. Verkefnið er liður í að koma á væntingavísi innan ferðaþjónustunnar. Könnunin var endurtekin í samstarfi við markaðsstofur landshlutanna á árinu 2017 og þá framkvæmd af Deloitte.
      
  • Viðhorf Íslendinga til ferðaþjónustu 2014:

    Niðurstöður úr könnun um viðhorf Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu sem gerð var í október 2014. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi könnunina fyrir Ferðamálastofu en hún er liður í rannsóknarverkefni um samfélagsleg þolmörk sem Ferðamálastofa stendur að í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála og Háskólann á Hólum.
    Niðurstöður könnunar

  • Vestnorden Travel Mart 2010:
    Könnun sem gerð var meðal þeirra sem komu á Vestnorden ferðakaupstefnuna árið 2010 þar sem spurt var um ymsa þætti er lúta a skipulagi og framkvæmd kaupstefnunnar.
    Niðurstöður könnunar
     
  • Gæðakönnun meðal erlendra ferðamanna - september-desember 2007:
    Meginmarkmið var að mæla viðhorf erlendra ferðamanna til gæða á nokkrum grunnþáttum íslenskrar ferðaþjónustu. Um var að ræða netkönnun sem framkvæmd var á tímabilinu september til desember.
    Niðurstöður könnunar
  • Mat á viðhorfum Íslendinga til gæða ferðaþjónustu á Íslandi - viðhorfsrannsókn, október 2006:
    Markmið könnunarinnar var að mæla viðhorf Íslendinga til gæða á nokkrum grunnþáttum íslenskrar ferðaþjónustu, byggja upp gagnagrunn sem nýta má til samanburðar í endurteknum könnunum og byggja upp gagnagrunn sem sértækari rannsóknir geta tekið mið af. 
    Niðurstöður könnunar

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?