Þolmarkarannsóknir 2014-2016

Í ársbyrjun 2014 ákvað Ferðamálastofa að ráðast í gerð rannsókna á þolmörkum ferðamennsku og ferðamanna ásamt því að láta framkvæma fleiri rannsóknir sem þeim tengjast. Samið var við nokkra rannsóknaraðila um framkvæmdina. Hér að neðan er á einum stað hægt að nálgast niðurstöður þessara rannsókna.

Eru ferðamenn of margir?

Ástæðu þess að Ferðamálastofa ákvað að láta ráðast í verkefnið má rekja til hinnar miklu fjölgunar ferðamanna hér á landi og þess álags sem af henni skapast. Því höfðu vaknað spurningar um hvort ferðamenn væru nú þegar of margir á vinsælustu áfangastöðum landsins.


Forsíða þolmarkaskýrsluÁtta vinsælir staðir

Fyrst má telja verkefni sem snýr að átta vinsælum ferðamannastöðum á Suður- og Vesturlandi. Annars vegar var verkefnið að rannsaka þolmörk ferðamanna á áfangastöðunum og hins vegar að meta fjölda ferðamanna sem þangað koma. Anna Dóra Sæþórsdóttir dósent við Háskóla Íslands annaðist þann verkþátt sem snéri að þolmörkum og viðhorfum ferðamanna en dr. Rögnvaldur Ólafsson sá hins vegar um mat á fjölda ferðamanna. Tvær skýrslur komu út um hvort verkefni um sig, áfangaskýrsla og lokaskýrsla.


Félagleg þolmörkFélagsleg áhrif ferðamennsku og ferðaþjónustu

Verkefnin snúa að rannsókn á félagslegum þolmörkum og viðhorfum heimafólks til ferðaþjónustu og voru unnin af Rannsóknamiðstöð ferðamála og Háskólanum á Hólum.


Umhverfisáhrif forsíðaUmhverfisáhrif ferðamanna og ferðamennsku

Verkefnin voru undir stjórn Rannveigar Ólafsdóttur, prófessors í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

Meistaraverkefni í tengslum við þessi verkefni: