Samstarfsverkefni

 

Forsíða þolmarkaskýrslu

Þolmarkarannsóknir 2014-2016

Í ársbyrjun 2014 ákvað Ferðamálastofa að ráðast í gerð rannsókna á þolmörkum ferðamennsku og ferðamanna ásamt því að láta framkvæma fleiri rannsóknir sem þeim tengjast. Ástæðu þess að Ferðamálastofa ákvað að láta ráðast í verkefnið má rekja til hinnar miklu fjölgunar ferðamanna hér á landi og þess álags sem af henni skapast. Því höfðu vaknað spurningar um hvort ferðamenn væru nú þegar of margir á vinsælustu áfangastöðum landsins. Um var að ræða þrjár megin rannsóknir.

 • Átta vinsælir staðir
  Verkefni sem snýr að átta vinsælum ferðamannastöðum á Suður- og Vesturlandi. Annars vegar var verkefnið að rannsaka þolmörk ferðamanna á áfangastöðunum og hins vegar að meta fjölda ferðamanna sem þangað koma.
 • Félagsleg áhrif ferðamennsku og ferðaþjónustu
  Rannsókn á félagslegum þolmörkum og viðhorfum heimafólks til ferðaþjónustu og voru unnin af Rannsóknamiðstöð ferðamála og Háskólanum á Hólum.
 • Umhverfisáhrif ferðamanna og ferðamennsku
  Verkefnin voru undir stjórn Rannveigar Ólafsdóttur, prófessors í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

Niðurstöður rannsóknanna voru settar fram í nokkrum skýrslum sem allar má nálgast á einum stað á upplýsingasíðu um verkefnið.

 Lesa nánar


Ferðamannapúls

Ferðamannapúlsinn er samstarfsverkefni Gallup, Isavia og Ferðamálastofu og sér Gallup um framkvæmdina.

 • Byggir á netföngum ferðamanna sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar
 • Birtur mánaðarlega
 • Markmiðið að skapa mælitæki til að fylgjast með þróun á heildaránægju ferðamanna

Byggist á fjórum spurningum sem allar vigta jafnt og mæla:

 1. Heildaránægju
 2. Meðmælaskor – NPS
 3. Uppfyllingu væntinga
 4. Peningana virði – Value for money

Smellið hér til að skoða Ferðamannapúslinn


Ísland allt árið - 2011

Ferðamálastofa tók þátt í greiningarvinnu vegna verkefnisins "Ísland allt árið". Með verkefninu er verið að vinna að meginmarkmiðum Ferðamálaáætlunar 2011 til 2020, þ.e.a.s. að auka arðsemi greinarinnar með fjölgun ferðamanna þar sem sérstök áhersla er lögð á lágönn. Skýrslur og annað efni sem þessu tengist, og ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að nýta sér, eru undir liðnum Samstarf og markaðir/Markaðsmál hér á vefnum.

 


Ferðamenn á Kili 2009

Í skýrslunum hér að neðan eru kynntar niðurstöður rannsóknar á ferðamennsku á Kili sem unnin var fyrir styrk frá Ferðamálastofu. Verkefnið er unnið sem hluti af stærra verkefni sem hefur að meginmarkmiði að afla þekkingar sem nýtist við gerð landnýtingaráætlunar fyrir ferðamennsku á hálendi Íslands. 

 


Þolmarkarannsóknir 2001-2003

Hér að neðan eru niðurstöðum rannsókna sem Ferðmálastofa í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri lét gera á þolmörkum ferðamennsku nokkurra vinsælla ferðamannastaða. Verkefnið var styrkt af Rannís.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?