Eldri kannanir og rannsóknir

 • Viðhorfskannanir meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja
  Í febrúar og mars 2016 fékk Ferðamálastofa Gallup til að framkvæma viðhorfskönnun meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Markmiðið með könnuninni var að leggja mat á árangur íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á árinu 2015 og horfurnar á árinu 2016. Verkefnið er liður í að koma á væntingavísi innan ferðaþjónustunnar. Könnunin var endurtekin í samstarfi við markaðsstofur landshlutanna á árinu 2017 og þá framkvæmd af Deloitte.
    
 • Þolmarkarannsóknir 2014-2016:

  Í ársbyrjun 2014 ákvað Ferðamálastofa að ráðast í gerð rannsókna á þolmörkum ferðamennsku og ferðamanna ásamt því að láta framkvæma fleiri rannsóknir sem þeim tengjast. Ástæðu þess að Ferðamálastofa ákvað að láta ráðast í verkefnið má rekja til hinnar miklu fjölgunar ferðamanna hér á landi og þess álags sem af henni skapast. Því höfðu vaknað spurningar um hvort ferðamenn væru nú þegar of margir á vinsælustu áfangastöðum landsins. Um var að ræða þrjár megin rannsóknir.

  • Átta vinsælir staðir
   Verkefni sem snýr að átta vinsælum ferðamannastöðum á Suður- og Vesturlandi. Annars vegar var verkefnið að rannsaka þolmörk ferðamanna á áfangastöðunum og hins vegar að meta fjölda ferðamanna sem þangað koma.
  • Félagsleg áhrif ferðamennsku og ferðaþjónustu
   Rannsókn á félagslegum þolmörkum og viðhorfum heimafólks til ferðaþjónustu og voru unnin af Rannsóknamiðstöð ferðamála og Háskólanum á Hólum.
  • Umhverfisáhrif ferðamanna og ferðamennsku
   Verkefnin voru undir stjórn Rannveigar Ólafsdóttur, prófessors í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

  Niðurstöður rannsóknanna voru settar fram í nokkrum skýrslum sem allar má nálgast á einum stað á upplýsingasíðu um verkefnið.

   Lesa nánar


 • Viðhorf Íslendinga til ferðaþjónustu 2014:

  Niðurstöður úr könnun um viðhorf Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu sem gerð var í október 2014. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi könnunina fyrir Ferðamálastofu en hún er liður í rannsóknarverkefni um samfélagsleg þolmörk sem Ferðamálastofa stendur að í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála og Háskólann á Hólum.
  Niðurstöður könnunar

 • Ísland allt árið 2011:
  Ferðamálastofa tók þátt í greiningarvinnu vegna verkefnisins "Ísland allt árið". Með verkefninu er verið að vinna að meginmarkmiðum Ferðamálaáætlunar 2011 til 2020, þ.e.a.s. að auka arðsemi greinarinnar með fjölgun ferðamanna þar sem sérstök áhersla er lögð á lágönn. Skýrslur og annað efni sem þessu tengist, og ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að nýta sér.
  Lesa meira.

 • Vestnorden Travel Mart 2010:
  Könnun sem gerð var meðal þeirra sem komu á Vestnorden ferðakaupstefnuna árið 2010 þar sem spurt var um ymsa þætti er lúta a skipulagi og framkvæmd kaupstefnunnar.
  Niðurstöður könnunar

 • Ferðamenn á kili 2009:

  Í skýrslunum hér að neðan eru kynntar niðurstöður rannsóknar á ferðamennsku á Kili sem unnin var fyrir styrk frá Ferðamálastofu. Verkefnið er unnið sem hluti af stærra verkefni sem hefur að meginmarkmiði að afla þekkingar sem nýtist við gerð landnýtingaráætlunar fyrir ferðamennsku á hálendi Íslands. 

 • Gæðakönnun meðal erlendra ferðamanna - september-desember 2007:
  Meginmarkmið var að mæla viðhorf erlendra ferðamanna til gæða á nokkrum grunnþáttum íslenskrar ferðaþjónustu. Um var að ræða netkönnun sem framkvæmd var á tímabilinu september til desember.
  Niðurstöður könnunar

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?