Uppfærsla á gagnagrunni ferðaþjónustunnar
Takk fyrir að taka þátt í að viðhalda gagnagrunni ferðaþjónustunnar!
- Ef þú hefur valið að upplýsingar um starfsemina séu réttar og þarfnist ekki uppfærslu þá þarftu ekki að bregðast frekar við.
- Ef þú hefur valið að fá aðgang inn í ganagrunninn til að breyta upplýsingum, eða skráð nýtt netfang til að fá aðgang, þá mun þér fljótlega berast tölvupóstur frá innskráningarþjónustunni Auth0. Nafn sendanda er API Explorer Application. Í tölvupóstinum eru nánari leiðbeiningar, en þú þarft meðal annars að staðfesta netfangið og velja þér lykilorð fyrir aðganginn.
Innskráning í kerfið
Til að skrá þig inn í gagnagrunnskerfið er farið á vefslóðina https://db.ferdamalastofa.is
Þegar þangað er komið þarf að smella á innskráning í efra hægra horninu, þar er skráð inn netfang notendans sem skráður var í kerfið og lykilorð sem valið var fyrir notendann.
Leiðbeiningar
Hér finnur þú leiðbeiningar um skráningu og viðhald upplýsinga
Ef þú lendir í einhverjum vandræðum. Þá biðjum við þig endilega að hafa samband með tölvupósti gegnum ferdalag@ferdamalastofa.is. Einnig má hringja til Ferðamálastofu milli 10-12 alla virka daga.