Heildarfjöldi erlendra ferðamanna

Ferðamenn e komustöðumHér má sjá heildarfjölda erlendra ferðamanna með skipum og flugvélum frá árinu 2011. Tölurnar er ekki hægt að greina niður eftir þjóðerni en það er hins vegar hægt fyrir ferðamenn sem koma um Keflavíkurflugvöll.

Heildarfjöldinn árið 2017

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna árið 2017 var rúmlega 2,2 milljónir og er um að ræða 24,1% aukningu frá 2016 en þá voru erlendir ferðamenn tæplega 1,8 milljón.

  • Tæplega 2,2 milljónir ferðamenn komu með flugi um Keflavíkurflugvöll eða 98,7% af heildarfjölda ferðamanna.
  • Um 22 þúsund komu með Norrænu um Seyðisfjörð eða 1% af heild.
  • Um 7 þúsund komu með flugi um aðra flugvelli en Keflavík eða um 0,3% af heild.

Niðurstöður byggja á farþega- og sölutölum og ber að hafa í huga þá fyrirvara sem aðferðafræðin býður upp á.*

*Gera verður ráð fyrir frávikum í talningum á Keflavíkurflugvelli þar sem þær ná til allra brottfara þ.m.t. erlendra ríkisborgara búsettra hérlendis og  sjálftengifarþega. 
*Tölur fyrir farþega með ferjunni Norrænu um Seyðisfjörð og flugfarþega um aðra flugvelli en Keflavík byggja á mati út frá sölu- og farþegatölum.

Ferðamenn frá 1949:

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna með skipum og flugvélum 1949-2017 (Excel)


Heimild: