Áætlaður fjöldi dag hvern

Sígilt viðfangsefni er mat á fjölda ferðamanna sem staddur er á landinu dag hvern. Tölur um fjölda brottfara um Keflavíkurflugvöll í hverjum mánuði eru þekktar og í ferðavenjukönnunum Ferðamálastofu er spurt um dvalarlengd á landinu. Með því að bera þetta tvennt saman er gróflega hægt að áætla hversu margir erlendir ferðamenn eru staddir á landinu á hverjum degi.

Útreikningur á fjölda ferðamanna er því þessi: 

Fjöldi í mánuði  margfaldaður með meðal dvalarlengd og deilt í útkomuna með dagafjölda í mánuði.

Dæmi 1:

  • Í júní 2017 sýndu talningar Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 221.845 brottfarir erlendra farþega. 
  • Meðal dvalarlend sumarið 2016 var 10,3 nætur samkvæmt könnun Ferðamálastofu
  • Í júní eru 30 dagar
  • Útreikningurinn er því (221.845*10)/30=73.958

Fyrirvarar

  • Óvissuþættir við  svona útreikningana eru talsverðir
  • Því skyldi forðast að taka tölurnar of bókstaflega heldur einungis hafa til viðmiðunar
  • Talningar á Keflavíkurflugvelli ná yfir allar brottfarir, einnig þeirra sem búsettir eru á Íslandi en með erlent ríkisfang
  • Talningar ná ekki til ferðamanna sem koma um aðra millilandaflugvelli en Keflavík, ekki farþega með Norrænu eða farþega skemmtiferðaskipa

Áætlaður fjöldi ferðamanna á hverjum degi