Áætlaður fjöldi á svæðum og stöðum

Ein aðferð sem hægt er að styðjast við til að áætla hversu margir ferðamenn heimsækja tiltekna staði er að nota niðurstöður úr ferðavenjukönnunum Ferðamálastofu.

 • Fyrir erlenda ferðamenn er hægt að sjá sjá hversu stórt hlutfall svarenda segist í könnununum hafa heimsótti tiltekna staði og reikna sama hlutfall af fjölda brottfara erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll á  þeim tíma sem könnunin nær til.
 • Fyrir íslenska ferðamenn er með sama hætti hægt að  sjá sjá hversu stórt hlutfall svarenda segist í könnununum hafa heimsótti tiltekna staði og og reikna sama hlutfall af fjölda landsmanna.

Þetta hefur verið gert í töflunni hér að neðan.

Dæmi 1:

Dæmi 2:

 • Veturinn 2017 var fjöldi brottfara erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll 1.417.382 talsins
 • Í síðustu könnun Ferðamálastofu meðal vetrargesta (veturinn 2015-2016) sögðust 6,2% hafa heimsótt Húsavík
 • Af því má gróflega áætla að um 87.900 þeirra erlendu ferðamanna sem til landsins kom hafi heimsótt bæinn

Dæmi 3:

 • Í síðustu könnun Ferðamálastofu um ferðavenjur Íslendinga (fyrir árið 2016) sögðust 14,5% hafa komið í Húsafell
 • Miðað við heildarfjölda Íslendinga upp á  332.529 (Hagstofan: 1. janúar 2016) má gróflega áætla að um 48.200 Íslendingar hafi komið í Húsafell árið 2016.

Fyrirvarar

 • Útreikningar sem þessir eru háðir verulegri óvissu og þarf því að varast að taka einstaka fjöldatölur of bókstaflega
 • Tölurnar ættu fyrst og fremst að gefa grófa hugmynd um dreifingu ferðamanna og umferð á einstökum svæðum
 • Sérstaklega ber taka með varfærni fjöldatölum fyrir einstaka staði þar hlutfallið er komið niður í eins stafs prósentutölu. Þá fara litlar skekkjur í könnuninni að hafa veruleg áhrif, þ.e. það er verið að yfirfæra svör fárra einstaklinga yfir á stórt þýði þannig að skekkjur vegna misskilnings hjá svarendum eða villur í innslætti magnast upp 
 • Talningar á Keflavíkurflugvelli ná yfir allar brottfarir, einnig þeirra sem búsettir eru á Íslandi en með erlent ríkisfang
 • Inn í fjöldatölum eru ekki ferðamenn sem koma um aðra millilandaflugvelli en Keflavík og ekki farþegar Norrænu. Þá eru farþegar skemmtiferðaskipa ekki í þessum tölum en þeir geta skapað tímabundið álag á vissum stöðum

Skýringar við töflu

*Hlutfall erlendra ferðamanna m.v. sumarkönnun 2016. Fjöldi erlendra ferðamanna m.v. brottfarir júní-ágúst 2017.
**Hlutfall erlendra ferðamanna m.v. vetrarkönnun 2015-16 (sept-maí). Fjöldi erlendra ferðamanna m.v. brottfarir jan-maí og
   sept-des 2017.
***Hlutfall íslenskra ferðamanna samkvæmt Innanlandskönnun 2017. Fjöldi miðast við fjölda Íslendinga 1. janúar 2016.
****Tölur eru námundaðar við næsta hundrað.