Áætlaður fjöldi á svæðum og stöðum

Ein aðferð sem hægt er að styðjast við til að áætla hversu margir ferðamenn heimsækja tiltekna staði er að nota niðurstöður úr ferðavenjukönnunum Ferðamálastofu. Þar má sjá hversu stórt hlutfall svarenda heimsótti tiltekna staði sem síðan er hægt að bera saman við fjölda ferðamanna sem heimsótti landið á sama tímabili. Þetta hefur verið gert í töflunni hér að neðan.

Dæmi 1:

Dæmi 2:

  • Veturinn 2016 var fjöldi erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll 1.103.613 talsins
  • Í síðustu könnun Ferðamálastofu meðal vetrargesta (veturinn 2015-2016) sögðust 6,2% hafa heimsótt Húsavík
  • Af því má gróflega áætla að um 68.400 þeirra erlendu ferðamanna sem til landsins kom hafi heimsótt bæinn

Dæmi 3:

  • Í síðustu könnun Ferðamálastofu um ferðavenjur Íslendinga (fyrir árið 2016) sögðust 9,5% hafa komið í Húsafell
  • Miðað við heildarfjölda Íslendinga upp á  332.529 (Hagstofan: 1. janúar 2016) má gróflega áætla að um 48.200 Íslendingar hafi komið í Húsafell árið 2016.

Fyrirvarar

  • Útreikningar sem þessir eru háðir verulegri óvissu og þarf því að varast að taka einstaka fjöldatölur of bókstaflega
  • Tölurnar ættu fyrst og fremst að gefa hugmynd um dreifingu ferðamanna og umferð á einstökum svæðum
  • Talningar á Keflavíkurflugvelli ná yfir allar brottfarir, einnig þeirra sem búsettir eru á Íslandi en með erlent ríkisfang
  • Inn í fjöldatölum eru ekki ferðamenn sem koma um aðra millilandaflugvelli en Keflavík og ekki farþegar Norrænu. Þá eru farþegar skemmtiferðaskipa ekki í þessum tölum en þeir geta skapað tímabundið álag á vissum stöðum

Skýringar við töflu

*Hlutfall m.v. sumarkönnun 2016. Fjöldi ferðamanna m.v. brottfarir júní-ágúst 2016.
**Hlutfall m.v. vetrarkönnun 2015-16 (sept-maí). Fjöldi ferðamanna m.v. brottfarir jan-maí og sept-des 2016.
***Hlutfall samkvæmt Innanlandskönnun 2017. Fjöldi miðast við fjölda Íslendinga 1. janúar 2016.
****Tölur eru námundaðar við næsta hundrað.

Fjöldi á svæðum og stöðum