Birtingaráætlun rannsókna- og tölfræðisviðs 2019

Birtingaráætlun er liður í aukinni áherslu Ferðamálastofu á rannsóknir, söfnun og miðlun talnalegra upplýsinga og þannig betri þjónustu við atvinnugreinina. Í yfirlitinu eru listuð upp þau verkefni sem Ferðamálastofa hefur umsjón með og áætlaðar dagsetningar á kynningu niðurstaðna og útgáfudag skýrslna og talnaefnis. Birtingaráætlunin verður uppfærð jafn óðum eftr því sem líður á árið.

Smellið á plúsinn eða fyrirsögnina fyrir nánari upplýsingar um hvert atriði.

31. janúar          - Ferðaþjónustan í tölum                                                            Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

6. febrúar          - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

8. febrúar          - Erlent vinnuafl í ferðaþjónustu                                                 Kynning*

Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   
Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:     
Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.

Efni og upptökur

Þá má nálgast efni og upptökur frá fundinum í dag hér að neðan.


Kynnt verður rannsókn á kjörum og aðstæðum erlends starfsfólks í ferðaþjónustu.

Sumarið 2018 hófu Íris Hrund Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála [RMF] og Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við Háskóla Íslands, vinnu við rannsókn sem ætlað er að gefa dýpri innsýn í kjör og aðstæður erlends stafsfólks í greinum tengdum ferðaþjónustu á Íslandi. Markmiðið er annars vegar að fá yfirsýn yfir hvað má betur fara í starfsumhverfi erlends starfsfólks í ferðaþjónustu með viðtölum við fulltrúa félaga og stofnana, einkum staðbundinna verkalýðsfélaga, og hins vegar að fá dýpri skilning á reynslu fólks sem kemur til starfa í ferðaþjónustu hér á landi.

Í rannsókninni eru bornar saman áskoranir og aðstæður eftir svæðum, sem hafa mismunandi ásókn ferðamanna og árstíðasveiflu. Nánar tiltekið er sjónum beint að völdum svæðum á Suðurlandi (Mýrdalshreppi og Bláskógarbyggð), Reykjanesbæ og Vestfjörðum.

Hvati rannsóknar í íslensku samhengi er mikill vöxtur í störfum tengdum ferðaþjónustu á síðustu árum. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um hlutfall erlendra starfsmanna innan ákveðinna atvinnugreina eða starfsstétta, en gögn um ríkisfang félagsmanna stéttarfélaga og frá Hagstofu Íslands sýna að rúm fjörtíu prósent starfsmanna í hótel og veitingaþjónustu eru erlendir ríkisborgarar.

Rannsakendurnir eru hluti af nýstofnuðum rannsóknarhópi um vinnuafl í ferðaþjónustu, sem leiddur er af Rannsóknarmiðstöð ferðamála. Auk íslenskra fræðimanna í rannsóknarhópnum eru rannsakendur frá öðrum Norðurlöndum og Bretlandi. 

Vefsíða rannsóknarhópsins

21. febrúar        - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

22. febrúar        - Viðhorf heimamanna til ferðaþjónustu                                    Kynning *

Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   
Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:     
Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.


Um könnunina

Kannanir á viðhorfum heimamanna til ferðaþjónustu og ferðamennsku hafa farið fram með reglubundnum hætti frá árinu 2016. Ferðamennska og ferðaþjónusta geta haft margvísleg menningarleg og félagsleg áhrif á samfélag heimamanna – sem aftur getur hefur áhrif á viðhorf fólks til atvinnugreinarinnar. Í könnuninni er þetta samspil skoðað ýmist á landsvísu eða í einstökum bæjarfélögum, og tengist markmiði stjórnvalda að hugað verði að því að tryggja áfram jákvætt viðhorf landsmanna til ferðaþjónustu (Vegvísir í ferðaþjónustu 2015). Könnun hefur ýmist farið fram á landsvísu eða skoðað einstök bæjarfélög.

Árið 2018 fór könnunin fram í Reykjanesbæ, Stykkishólmi, Húsavík og á Egilsstöðum.

Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) vann rannsóknina fyrir hönd hins opinbera. Í dag voru fyrstu niðurstöður kynntar, en útgáfa rannsóknaskýrslna verður í júlí næstkomandi.

Könnunin var tvíþætt. Annars vegar var gerð símakönnun meðal úrtaks í búa á svæðunum. Úrtakið var 3.700 manns og fengust 1.480 svör. Hins vegar voru tekin 24 viðtöl við íbúa á svæðunum til að fá innsýn í upplifun íbúa af ferðamönnum og ferðaþjónustu í þeirra umhverfi.

Um rannsakendur

Eyrún Jenný Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá RMF framkvæmdi rannsóknina. Eyrún er ferðamálafræðingur að mennt og kom fyrst að rannsóknum á viðhorfum heimamanna til ferðamanna og ferðaþjónustu árið 2014 þegar viðhorf landsmanna voru könnuð fyrst hér á landi að frumkvæði Ferðamálastofu. Síðan þá hefur Eyrún fyrir hönd RMF stýrt þeim rannsóknum á viðhorfum heimamanna sem gerðar hafa verið fyrir hönd hins opinbera.

Efni og upptökur

Nálgast má efni og upptökur frá fundinum í dag hér að neðan.

 

Niðurstöður frá 2015-2017:

6. mars              - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

8. mars              - Félagsleg áhrif ferðaþjónustu á Suðurlandi                            Kynning*

Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   
Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:     
Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.


Rannsóknin var unnin að frumkvæði Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) vegna átaksverkefnisins Félagsleg þolmörk íbúa á Suðurlandi gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu. Meginmarkmið átaksverkefnisins var að „afla upplýsinga um viðhorf íbúa á Suðurlandi gagnvart ferðaþjónustu og greina þannig þolmörk íbúa gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu út frá hinum ýmsum þáttum í innviðum samfélagsins“.  Á grundvelli þessara upplýsinga skyldi mat lagt á stöðu mála innan landshlutans og þannig m.a. undirbyggja ákvarðanatöku um aðgerðir sem nauðsynlegar gætu verið til þess að takast á við eikvæð áhrif af hröðum vexti ferðaþjónustunnar. Verkefnið er það fyrsta af sínum toga sem unnið er á landshlutavísu hérlendis.

Rannsóknin var unnin af Þorvarði Árnassyni og Arndísi Láru Kolbrúnardóttur hjá Rannsóknasetri HÍ á Hornafirði.

Frestað

21. mars            - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

Ferðaþjónusta í tölum - mars 2019

22. mars            - Þáttur bókunarþjónustufyrirtækja í rekstrarumhverfi            Kynning*
                           ferðaþjónustunnar                                                                       og skýrsla

Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   
Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:     
Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.

Rannsókn á vegum Ferðamálastofu unnin af Rannsóknasetri Verslunarinnar/Árna Sverri Hafsteinssyni.

Ferðaþjónustuaðilar á Íslandi, líkt og á heimsvísu, selja stóran hluta afurða sinna í gegn um bókunarþjónustur (e. Online Travel Agencies, OTAs). Viðskiptalíkön ólíkra bókunarþjónusta eru afar áþekk, hvort sem um er að ræða Booking, Expedia, Travelocity eða TripAdvisor. Bókunarþjónustur taka jafnan hluta sölutekna sem þóknun og getur hún verið íþyngjandi fyrir ferðaþjónustufyrirtækið. Í verkefninu er hlutverk bókunarþjónusta skoðað, áhrif þeirra á samkeppnisumhverfi og fjárhagslegt umfang á íslenskum gistimarkaði. Þá er leitað leiða til að bæta það fyrirkomulag sem nú ríkir á markaði fyrir gistiþjónustu.

 

Nálgast má efni og upptökur frá fundinum í dag hér að neðan.

 

 

4. apríl               - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

4. apríl               - Ferðamenn með WOW í samanburði við feðamenn
                           með öðrum flugfélögum                                                             Talnaefni

Vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast vegna falls WOW hefur Ferðamálastofa dregið saman lykilniðurstöður úr könnun meðal erlendra ferðamanna og skoðað sérstaklega ferðamenn eftir flugfélagi til að fá mynd af ferðamynstri þeirra sem komu með WOW á árinu 2018.

Í samantektinni er gerð stuttlega grein fyrir þeim vísbendingum sem komu fram í könnuninni um einkenni ferðamanna sem ferðuðust með WOW Air, Icelandair og öðrum flugfélögum á árinu 2018.

17. apríl             - Ferðaþjónustan í tölum                                                              Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

24. apríl             - Ferðalög Íslendinga og ferðaáform                                             Skýrsla 

Ferðamálastofa birtir nú niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2018 og ferðaáform á árinu 2019. Könnunin hefur verið framkvæmd árlega með sambærilegum hætti frá árinu 2010.

Í skýrslu um könnunina eru meginniðurstöður dregar fram í byrjun með aðgengilegum hætti en niðurstöðum er annars skipt í 8 meginkafla:

  • Ferðalög Íslendinga innanlands og utan
  • Ferðalög erlendis
  • Ferðalög innanlands
  • Dagsferðir innanlands
  • Áætluð ferðalög næsta árs
  • Upplýsingaleit varðandi ferðalög innanlands
  • Meðmælaskor
  • Stunduð útivist

Efni:

30. apríl               - Starfsánægja í ferðaþjónustu 2018                                          Kynning *

Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13

Staðsetning:   Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:      Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.


Eitt af markmiðunum sem sett eru fram í stefnu stjórnvalda (Vegvísir í ferðaþjónustu) varðar mat á árangri atvinnugreinarinnar. Skilgreind eru fjögur markmið. Eitt af þeim er jákvætt viðhorf til ferðaþjónustunnar og talið að hlutfall ánægðra starfsmanna í ferðaþjónustu gefi vísbendingar um það. Verkefnið sem hér um ræðir vaktar þennan skilgreinda mælikvarða með því að rannsaka sambandið á milli vinnuumhverfis og starfsánægju. Byggt er á alþjóðlega viðurkenndri aðferð til að mæla starfsánægju í þjónustugreinum sem býður jafnframt uppá greiningu á hvað starfsmenn eru ánægðir eða óánægðir með. Greind er ánægja með laun, möguleika á framvindu í starfi, fríðindi, vinnuumhverfi, samstarfsmenn, eðli starfsins og samskipti á vinnustað. Einnig er spurt um ákveðna þætti í vinnuumhverfinu sem eru þekktir fyrir að geta haft áhrif á líðan fólks á vinnustað s.s. álag, stuðningur frá yfirmanni, misrétti, einelti og áreitni. Fyrirhugað er að rannsóknin fari fram árlega.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Vinnueftirlitið með aðkomu Markaðs- og miðlarannsókna ehf. Vinnueftirlitið hefur rannsóknarskyldur þegar kemur að vinnuumhverfi og aðbúnaði vinnandi fólks á Íslandi og er það grundvöllur framþróunar í greininni að vinnuumhverfi sé gott og í samræmi við lög og reglur. Með framkvæmd rannsóknar á viðhorfum starfsmanna í ferðaþjónustu verður markmiðum beggja stofnana – Ferðamálstofu og Vinnueftirlitsins - náð.

Þá má nálgast efni og upptökur frá fundinum hér að neðan.

Skýrsla um verkefnið er væntanleg.

6. maí                - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                             Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

14. maí              - Fjöldi og dreifing ferðamanna 2018                                          Kynning*

Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   
Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:     
Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.


Talning á vegum Ferðamálastofu unnin af Rögnvaldi Ólafssyni og Gyðu Þórhallsdóttur.

Þá má nálgast efni og upptökur frá fundinum í dag hér að neðan.

Niðurstaða verkefnisins verður kynnt nánar í skýrslu sem kemur út á næstu vikum og gögn verða einnig aðgengileg í Mælaborði ferðaþjónustunnar.

´

Eldri skýrslur sem tengjast verkefninu:

 

23. maí              - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

5. júní                - Erlendir ferðamenn á Íslandi 2018: 
                             Lýðfræði, viðhorf og uppliflun                            Kynning* og talnaefni

Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   
Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:     
Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.

Efni frá fundinum

Á hádegisfyrirlestrinum voru kynntar niðurstöður heilsárskönnunar Ferðamálastofu og Hagstofunnar 2018 á upplifun og ferðahegðun erlendra ferðamanna. Oddný Þóra ÓIadóttir fór yfir meginþætti könnunarinnar, aðdragandann, framkvæmd og helstu niðurstöður. Jakob Rolfsson kynnti síðan nýjar útgáfur sem eru væntanlegar frá Ferðamálastofu, 7 tvíblöðunga yfir sex stærstu þjóðernin og eitt markaðssvæði. Þeir innihalda helstu stærðir á borð við lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf hjá Bandaríkjamönnum, Þjóðverjum, Frökkum, Kanadabúum, Kínverjum, Bretum og Norðurlandabúum.

Ítarlegri þekking á viðhorfi og atferli

Gagnasöfnun vegna könnunarinnar hófst um mitt ár 2017 og með henni verður til ítarlegri þekking á viðhorfi og atferli erlendra ferðamanna en hingað til hefur legið fyrir. Þar skipta mestu regluleg gagnasöfnun og örari birting á niðurstöðum. Þannig eiga að skapast forsendur til að fylgjast betur með breytingum og þróun og með því mynda kjölfestu til framtíðar í þekkingu á þessari undirstöðuatvinnugrein.

Meðal þess sem könnunin leiðir í ljós eru upplýsingar um bókunar- og ákvörðunarferlið varðandi Íslandsferð, dvalarlengd, tegund gistimáta, tilgang ferðar, hvaða landshlutar voru heimsóttir, hvaða afþreying var nýtt, álit eða ánægju með ýmsa þætti sem snerta ferðalög fólks hér á landi og svokallað meðmælaskor (e. Net Promoter Score - NPS).

Niðurstöður birtar í Mælaborðinu

Niðurstöður könnunarinnar birtast í Mælaborði ferðaþjónustunnar um leið og búið er að vinna úr gögnum hvers mánaðar. Könnunin er tvískipt, þ.e. við brottför á Keflavíkurflugvelli er spurt nokkurra spurninga og þeir sem samþykkja frekari þátttöku fá síðan sendan hlekk í tölvupósti með spurningalista sem svarað er eftir heimkomu.

Uppfært 15. júlí 2019:
Skýrsla um niðurstöður árisins 2018 kom út 15. júlí (sjá hér)

6. júní                - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni 

Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

20. júní              - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

4. júlí                 - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

12. júlí                - Könnun á afkomu hótelfyrirtækja 2018
                              með samanburði við fyrri ár:                                                  Skýrslur

Ný könnun á afkomu hótelfyrirtækja 2018, sem KPMG vann fyrir Ferðamálastofu, sýnir verulegan mun á afkomu fyrirtækja í Reykjavík og á landsbyggðinni. Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoman hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í Reykjavík og úti á landi.

Könnunin var gerð í framhaldi af úttekt sem Ferðamálastofa fól KPMG að gera á rekstri fyrirtækja á fyrri hluta ársins 2018. Niðurstöður þóttu áhugaverðar og mikil umræða skapaðist um stöðu greinarinnar í kjölfar birtingar hennar. Því var talin ástæða til að endurtaka könnunina og fá fram upplýsingar um rekstur alls ársins 2018.

Taprekstur fyrir vestan og norðan

Samanburður við ári 2017 leiðir í ljós að rekstrarhagnaður sem hlutfall af tekjum var því sem næst óbreyttur í Reykjavík (12,6-12,7%) en lækkaði á Suðurlandi og Suðurnesjum. Á Vesturlandi dró úr rekstrartapi. Á Norðurlandi urðu ekki miklar breytingar á milli ára en þar er einnig tap. Þátttaka var misgóð eftir landshlutum og vert að hafa það í huga þegar niðurstöður eru túlkaðar.

Laun hærra hlutfall út á landi

Laun sem hlutfall af tekjum eru að jafnaði hærra hlutfall af tekjum hjá hótelum á landsbyggðinni en í Reykjavík. Laun sem hlutfall af tekjum námu 44,8% hjá hótelum á landsbyggðinni 2018 en þetta hlutfall var 36,3% í Reykjavík. Veitingasala er almennt hærra hlutfall af tekjum hjá fyrirtækjum úti á landi er í Reykjavík og skýrir það að hluta hærri launakostnað.

Niðurstöður fyrir fleiri greinar síðar á árinu

Beiðni um upplýsingar var send til fyrirtækja í hótelrekstri, bílaleiga, hópferðafyrirtækja, ferðaskrifstofa og afþreyingarfyrirtækja. Skil á gögnum voru best frá hótelfyrirtækjum og því var ákveðið að vinna úr þeim helstu upplýsingar og birta nú. Síðar á árinu, þegar upplýsinga frá öðrum rekstrareiningum hefur verið aflað, mun umfjöllun um ferðaþjónustuna í heild verða birt. Umfjöllun þessi innifelur því aðeins upplýsingar um afkomu hótelfyrirtækja.

Skýrslan í heild:

Könnun á afkomu hótelfyrirtækja 2018 með samanburði við fyrri ár

15. júlí                - Erlendir ferðamenn á Íslandi 2018: 
                             Lýðfræði, viðhorf og uppliflun                                                Skýrslur

Ferðamálastofa hefur gefið út nýja skýrslu með úrvinnslu og samantekt á upplifun og ferðahegðun erlendra ferðamanna fyrir árið 2018. Skýrslan er unnin úr gögnum könnunar Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands sem hefur staðið yfir síðan í júní 2017. 

Einnig eru birtar sérstakar samantektir fyrir sex þjóðerni og eitt markaðssvæði.

Meðal þess sem könnunin leiðir í ljós eru upplýsingar um bókunar- og ákvörðunarferlið varðandi Íslandsferð, dvalarlengd, tegund gistimáta, útgjöld, tilgang ferðar, hvaða landshlutar voru heimsóttir, hvaða afþreying var nýtt, og álit eða ánægju með ýmsa þætti sem snerta ferðalög fólks hér á landi.


Ítarlegri þekking

Gagnasöfnun vegna könnunarinnar hófst um mitt ár 2017 en með henni verður til ítarlegri þekking á viðhorfi og atferli erlendra ferðamanna en hingað til hefur legið fyrir. Þar skipta mestu regluleg gagnasöfnun, greining og örari birting á niðurstöðum. Þannig eiga að skapast forsendur til að fylgjast betur með breytingum og þróun á lýðfræði, ferðahegðun og viðhorfum erlendra ferðamanna og með því mynda kjölfestu til framtíðar í þekkingu á þessari undirstöðuatvinnugrein. Könnunin er tvískipt, annars vegar flugvallakönnun á Keflavíkurflugvelli  sem framkvæmd er við brottför og hins vegar netkönnun sem send er eftir á til þeirra svarenda sem samþykkja frekari þátttöku. Nefna má að á bak við flugvallarhluta könnunarinnar 2018 eru svör frá yfir 22 þúsund manns.

Í skýrslunni eru niðurstöður settar fram með myndrænum hætti og í töflum þar sem finna má svör eftir helstu þjóðernum og markaðssvæðum. Tenging er inn á töflusett í Excel með frekari greiningu gagna eftir fleiri bakgrunnsbreytum og tímabilum.

Sex þjóðerni og eitt markaðssvæði

Með útgáfunni fylgja sjö stuttar samantektir (tvíblöðungar) með helstu upplýsingum um lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf Bandaríkjamanna, Breta, Þjóðverja, Frakka, Kanadamanna, Kínverja og Norðurlandabúa.

Skoða skýrslur

Niðurstöður birtar í Mælaborðinu

Niðurstöður könnunarinnar birtast í Mælaborði ferðaþjónustunnar um leið og búið er að vinna úr gögnum hvers mánaðar. Könnunin er tvískipt, þ.e. við brottför á Keflavíkurflugvelli er spurt nokkurra spurninga og þeir sem samþykkja frekari þátttöku fá síðan sendan hlekk í tölvupósti með spurningalista sem svarað er eftir heimkomu.

18. júlí               - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

7. ágúst             - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

15. ágúst           - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

16. ágúst            - Ferðahegðun ferðamanna 2018 á átta stöðum                        Skýrslur

Ferðamálastofa fól Rannsóknamiðstöð ferðamála að framkvæma könnunina sumarið 2018. Sem fyrr var framkvæmdin í höndum Lilju B. Rögnvaldsdóttur verkefnastjóra en hún hefur staðið að gerð sambærilegra kannana frá árinu 2013.

Könnunin náði til átta áfangastaða: Reykjavíkur, Reykjanesbæjar, Víkur, Stykkishólms, Ísafjarðar, Hvammstanga, Húsavíkur og Egilsstaða.

Í könnuninni var lögð áhersla á greiningu ýmissa einkennandi þátta ferðamanna á rannsóknarsvæðunum s.s. búsetulandi, ferðamáta, gistimáta og dvalarlengd auk þess sem ástæða heimsóknar og útgjaldamynstur þeirra var skoðað.

Hér að neðan má hlaða niður skýrslum fyrir hvern áfangastað um sig:

Efni og upptökur frá kynnning

Fyrstu niðurstöður voru kynnar á fundi 14. desember 2018 og eru einnig aðgengilegar í Mælaborði ferðaþjónustunnar.

Skýrslur um fyrri kannanir:

Ferðavenjur 2017:

Ferðavenjur 2016:

Ferðavenjur 2015:

Economic Effects of Tourism in Þingeyjarsýslur (2016):

Tourism Data Collection: Analysis at the sub-national level in Iceland (2014):

4. september    - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

19. september  - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

4. október         - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

18. október       - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

13. nóvember     - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

14. nóvember    - Viðhorf heimamanna til ferðaþjónustu 2018                           Skýrslur

Um könnunina

Kannanir á viðhorfum heimamanna til ferðaþjónustu og ferðamennsku hafa farið fram með reglubundnum hætti frá árinu 2016. Ferðamennska og ferðaþjónusta geta haft margvísleg menningarleg og félagsleg áhrif á samfélag heimamanna – sem aftur getur hefur áhrif á viðhorf fólks til atvinnugreinarinnar. Í könnuninni er þetta samspil skoðað ýmist á landsvísu eða í einstökum bæjarfélögum, og tengist markmiði stjórnvalda að hugað verði að því að tryggja áfram jákvætt viðhorf landsmanna til ferðaþjónustu (Vegvísir í ferðaþjónustu 2015). Könnun hefur ýmist farið fram á landsvísu eða skoðað einstök bæjarfélög.

Árið 2018 fór könnunin fram í Reykjanesbæ, Stykkishólmi, Húsavík og á Egilsstöðum. Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) vann rannsóknina fyrir hönd hins opinbera. 

Könnunin var tvíþætt. Annars vegar var gerð símakönnun meðal úrtaks í búa á svæðunum. Úrtakið var 3.700 manns og fengust 1.480 svör. Hins vegar voru tekin 24 viðtöl við íbúa á svæðunum til að fá innsýn í upplifun íbúa af ferðamönnum og ferðaþjónustu í þeirra umhverfi.

Um rannsakendur

Eyrún Jenný Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá RMF framkvæmdi rannsóknina. Eyrún er ferðamálafræðingur að mennt og kom fyrst að rannsóknum á viðhorfum heimamanna til ferðamanna og ferðaþjónustu árið 2014 þegar viðhorf landsmanna voru könnuð fyrst hér á landi að frumkvæði Ferðamálastofu. Síðan þá hefur Eyrún fyrir hönd RMF stýrt þeim rannsóknum á viðhorfum heimamanna sem gerðar hafa verið fyrir hönd hins opinbera.

Efni og upptökur

Skýrslurnar í heild

Fyrstu niðurstöður voru kynntar áfundi 22. febrúar 2019. Nálgast má efni og upptökur frá fundinum í dag hér að neðan.

Niðurstöður frá 2015-2017:

21. nóvember   - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

22. nóvember      - Könnun á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu 
                              2018 með samanburði við fyrri ár:                        Kynning og Skýrslur

Tími:               Morgunverðarkynning kl. 8.30-10
Staðsetning:   KPMG, Borgartúni 27, Reykjavík
Útsending:      Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Ferðamálastofa fól KPMG að gera úttekt á rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu á síðasta ári með sérstaka áherslu á rekstur fyrstu 6 mánaða ársins 2018 með samanburði við sömu mánuði 2017. Niðurstöður könnunarinnar þóttu áhugaverðar og í kjölfar birtingar hennar skapaðist mikil umræða um stöðu greinarinnar. Vegna þeirrar óvissu sem var í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar í byrjun árs 2019, m.a. vegna deilna á vinnumarkaði og falls WOW, var talin ástæða til að endurtaka könnunina og fá fram upplýsingar um rekstur ársins 2018.

Í mars 2019 sendi KPMG fyrirtækjum í ferðaþjónustu beiðni um að veita tiltekna rekstrarupplýsingar. Beiðnin var send í tölvupósti á 1128 póstföng, bæði til stórra og smárra fyrirtækja. Skýrsla um afkomu hótelfyrirtækja var birt í júlí 2019. Svör frá bílaleigum, hópbílafyrirtækjum, afþreyingarfyrirtækjum og ferðaskrifstofum nægðu hins vegar ekki til að unnt væri að byggja á þeim áreiðanlegar niðurstöður. Var því ákveðið að fresta úrvinnslu og afla frekari upplýsinga úr ársreikningum hjá ársreikningaskrá.

Þessi úrvinnsla hefur nú farið fram og byggja eftirfarandi niðurstöður á upplýsingum sem bárust í umræddri könnun auk upplýsinga úr ársreikningum valinna fyrirtækja. Fyrst og fremst voru veltumikil fyrirtæki valin í þessu úrtaki.

  Skýrslan í heild    Upptaka frá kynningarfundi

29. nóvember     - Hvernig má bæta upplifun erlendra
                            ferðamanna                                                               Kynning* og Skýrslur


Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:      Streymt beint á Facebook síðu Ferðamálastofu og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Ekkert skráningargjald. Boðið er upp á léttan hádegisverð

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.


Næsti hádegisfyrirlestur Ferðamálastofu verður haldinn föstudaginn 29. nóvember kl. 12:10. Kynntar verða niðurstöður greiningar sem unnin hefur verið á svörum erlendra ferðamanna við spurningu úr Landamærakönnun um hvað megi bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Líkt og aðrir hádegisfyrirlestrar er hann í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og fer fram í húsnæði hans að Fiskislóð 10, 2. hæð. Kynningunum er einnig streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.


Í framtíðarsýn stjórnvalda fyrir sjálfbæra íslenska ferðaþjónustu er kveðið á um að íslensk ferðaþjónusta eigi að stuðla að sköpun einstakrar upplifunar fyrir ferðamenn sem byggir á íslenskri náttúru, menningu og afþreyingu. Kannanir hafa sýnt að meirihluti erlendra ferðamanna er mjög ánægður með dvöl sína hérlendis og myndi mæla með Íslandi sem áfangastað. Þó erlendir ferðamenn séu almennt ánægðir benda niðurstöður landamærakönnunar til ýmissa atriða sem íslensk ferðaþjónusta getur bætt (enn fremur) með það markmið að skapa einstaka upplifun fyrir ferðamenn á Íslandi.

Í þessari hádegiskynningu verður farið yfir greiningu á svörum erlendra ferðamanna við spurningunni um hvað megi bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Sérstök áhersla er lögð á hvað megi bæta með tilliti til fagmennsku, gæða og öryggis. Einnig er horft til þess hvað erlendum ferðamönnum þótti minnisstæðast úr Íslandsferðinni og hvernig náttúra, menning og afþreying stuðla að upplifun ferðamanna á Íslandi.

Skýrslan í heild   -    Upptaka frá kynningu     -    Glærur frá kynningu

9. desember     - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Fjöldi ferðamanna eftir þjóðerni er metinn út frá kerfisbundnu úrtaki sem tekið er meðal farþega áður en komið er inn á brottfararsvæði Keflavíkurflugvallar. Niðurstöður eru hugsaðar sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum og ber að skoða þær með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

9. desember     - Rekstur og efnahagur ferðaþjónustu 2018                             Skýrslur

Í nýrri greiningu Ferðamálastofu er farið yfir rekstur og efnahag atvinnugreina sem Hagstofan flokkar saman sem einkennandi greinar ferðaþjónustu. Fram kemur að ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir áskorunum samfara minnkandi arðsemi og lækkum eiginfjárhlutfalls, sem kallar á að leitað verði hagræðingar í rekstri eftir bestu getu.

Tölurnar taka til ársins 2018 og fyrra ára. Bæði er fjallað um þróun stærða fyrir einkennandi greinar ferðaþjónustu sem heildar og nokkrar helstu greinar ferðaþjónustu sérstaklega, eftir því sem upplýsingar frá Hagstofunni leyfa. Jóhann Viðar Ívarsson, á rannsókna- og tölfræðisviði Ferðamálastofu, vann greininguna.

Færri fyrirtæki og launþegar en hærri heildartekjur

Meðal helstu niðurstaðna er að fyrirtækjum og launþegum í einkennandi greinum ferðaþjónustu fækkaði lítillega á árinu 2018 í samburði við fyrra ár en heildartekjur jukust hins vegar nokkuð á milli ára.

Lækkandi arðsemi og flugið litar heildina

Arðsemi hefur farið minnkandi frá árinu 2016. Hún hefur þó verið ásættanleg að meðaltali ef flug er undanskilið en rekstrarerfiðleikar í farþegaflugi lita mjög afkomu ferðagreina sem heildar. Lækkandi arðsemi má að öðru leyti einkum rekja til samspils sterks gengis krónunnar og innlendra hækkana á helstu þáttum rekstrarkostnaðar.

Lítil fyrirtæki og hvati til hagræðingar

Fjárstyrkur ferðaþjónustufyrirtækja jókst mjög á árunum eftir 2008 en frá 2016 hefur eiginfjárhlutfall þeirra farið lækkandi. Fyrirtækin eru að meðaltali mjög smá og hafa að meðaltali ekki stækkað að marki á liðnum árum. Má ljóst vera að lækkandi arðsemi setur pressu á að leita hagræðingar á öllum sviðum, m.a. með stækkun fyrirtækja.

Greininguna í heild má nálgast hér að neðan:

20. desember   - Ferðaþjónustan í tölum                                                              Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

*Hádegisfyrirlestur – streymt beint.  Upptaka gerð aðgengileg á netinu. 
  Kynningar Ferðamálastofu eru einnig hugsaðar sem vettvangur fyrir rannsakendur í háskólasamfélaginu til að miðla niðurstöðum til
  atvinnugreinarinnar. 
  Fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og fara fram í Fiskislóð 10, 2. hæð.