Birtingaráætlun 2020

Birtingaráætlun er liður í aukinni áherslu Ferðamálastofu á rannsóknir, söfnun og miðlun talnalegra upplýsinga og þannig betri þjónustu við atvinnugreinina. Í yfirlitinu eru listuð upp þau verkefni sem Ferðamálastofa hefur umsjón með og áætlaðar dagsetningar á kynningu niðurstaðna og útgáfudag skýrslna og talnaefnis. Birtingaráætlunin verður uppfærð jafn óðum eftr því sem líður á árið.

Smellið á plúsinn eða fyrirsögnina fyrir nánari upplýsingar um hvert atriði.

10. janúar             - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Fjöldi ferðamanna eftir þjóðerni er metinn út frá kerfisbundnu úrtaki sem tekið er meðal farþega áður en komið er inn á brottfararsvæði Keflavíkurflugvallar. Niðurstöður eru hugsaðar sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum og ber að skoða þær með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. 

Nánari upplýsingar

21. janúar             - Rekstur og efnahagur ferðaþjónustu                                        Kynning*

Tími:                Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:      Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.

Í nýlegri greiningu Ferðamálastofu er farið yfir rekstur og efnahag atvinnugreina sem Hagstofa Íslands flokkar saman sem einkennandi greinar ferðaþjónustu. Fram kemur að ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir áskorunum samfara minnkandi arðsemi, sem kallar á að leitað verði hagræðingar í rekstri.

Tölurnar taka til ársins 2018, sem Hagstofan birti stuttu fyrir jól, í samhengi við fyrri ár. Byggja þær á skattframtölum allra fyrirtækja landsins sem skilgreind eru innan viðkomandi atvinnugreina. Bæði er fjallað um þróun stærða fyrir einkennandi greinar ferðaþjónustu sem heildar og nokkrar helstu greinar ferðaþjónustu sérstaklega, eftir því sem upplýsingar frá Hagstofunni leyfa. Í fyrirlestrinum verður einnig leitast við að varpa ljósi á þróun helstu áhrifavalda á umfang og arðsemi íslenskrar ferðaþjónustu á nýliðnu ári og rætt um horfurnar um þá á nýhöfnu ferðaári.

Jóhann Viðar Ívarsson, á rannsókna- og tölfræðisviði Ferðamálastofu, vann greininguna og kynnir helstu niðurstöður á fundinum.

Ekkert skráningargjald. Boðið er upp á léttan hádegisverð.

Efni frá fundinum

31. janúar             - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

Nánari upplýsingar

10. febrúar           - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Fjöldi ferðamanna eftir þjóðerni er metinn út frá kerfisbundnu úrtaki sem tekið er meðal farþega áður en komið er inn á brottfararsvæði Keflavíkurflugvallar. Niðurstöður eru hugsaðar sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum og ber að skoða þær með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. 

Nánari upplýsingar.

14. febrúar           - Framlag innflytjenda í íslenskri ferðaþjónustu                        Kynning*

Tími:                Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:      Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.

Ekkert skráningargjald. Boðið er upp á léttan hádegisverð

Kynningin byggir á rannsókn og samnefndri skýrslu: "Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar. Umbreytingar á íslenskum vinnumarkaði", sem kom út á vormánuðum 2019.

Megináhersla kynningarinnar er á framlag innflytjenda í íslenskri ferðaþjónustu, stærstu og arðbærustu atvinnugrein landsmanna. Fjallað er um vöxtinn í ferðaþjónustunni, starfstengda fólksflutninga og helstu einkenni innflytjendalandsins Íslands í alþjóðlegu samhengi. Fókus rannsóknarinnar beindist að þeim umbreytingum sem eru að verða á íslenskum vinnumarkaði með sístækkandi hlutdeild innflytjenda. Í erindinu verða rakin dæmi um hvernig etnísk lagskipting birtist í ferðaþjónustunni og þremur undirgreinum hennar: hótelum, bílaleigum og hópferðafyrirtækjum. Ennfremur er fjallað um ósýnileg störf sem tengjast greininni og skuggahliðar ferðaþjónustunnar.

Rannsóknin var unnin fyrir styrk frá Rannís og Þróunarsjóði innflytjendamála.

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur, er stofnandi og framkvæmdastjóri Mirru rannsóknar- og fræðsluseturs um málefni innflytjenda. Hún hefur um árabil stundað rannsóknir á innflytjendalandinu Íslandi auk fræðslu- og kennslustarfa þar að lútandi. Hallfríður hlaut sína framhaldsmenntun í New York borg þar sem hún bjó og starfaði í fjölda ára. Auk rannsóknar- og fræðslustarfa hefur Hallfríður unnið sem leiðsögumaður heima og erlendis.

Skráning á fundinn

24. febrúar           - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu

Nánari upplýsingar

10. mars               - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Fjöldi ferðamanna eftir þjóðerni er metinn út frá kerfisbundnu úrtaki sem tekið er meðal farþega áður en komið er inn á brottfararsvæði Keflavíkurflugvallar. Niðurstöður eru hugsaðar sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum og ber að skoða þær með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. 

Nánari upplýsingar.

20. mars                - Viðhorf heimamanna 2019                                      Landshlutaskýrslur
                                                                                                                               og Kynning*

Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   
Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:     
Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.


Frestað!

Kannanir á viðhorfum heimamanna til ferðaþjónustu og ferðamennsku hafa farið fram með reglubundnum hætti frá árinu 2016. Ferðamennska og ferðaþjónusta geta haft margvísleg menningarleg og félagsleg áhrif á samfélag heimamanna – sem aftur getur hefur áhrif á viðhorf fólks til atvinnugreinarinnar. Í könnuninni er þetta samspil skoðað ýmist á landsvísu eða í einstökum bæjarfélögum, og tengist markmiði stjórnvalda að hugað verði að því að tryggja áfram jákvætt viðhorf landsmanna til ferðaþjónustu. Könnun hefur ýmist farið fram á landsvísu eða skoðað einstök bæjarfélög.

Nánari upplýsinar í vinnslu.

23. mars               - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

Nánari upplýsingar

30. mars               - Ferðalög Íslendinga 2019 og ferðaáform þeirra 2020           Talnaefni

Ferðamálastofa birtir hér niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2019 og ferðaáform á árinu 2020. Könnunin hefur verið framkvæmd árlega með sambærilegum hætti frá árinu 2010. Er því kominn yfir áratugur af samfelldum niðurstöðum um þetta efni. 

Sjá eldri kannanir

Helstu niðurstöður

 • Meðmælaskor (NPS) Íslendinga fyrir ferðalög innanlands mældist 34 stig í ársbyrjun 2020, hærra en fyrir ári síðan, og er um marktækan mun að ræða. 
 • Marktæk fækkun var í utanlandsferðum Íslendinga milli áranna 2018 og 2019.
 • Álíka margir ferðuðust innanlands árið 2019 og árið 2018, flestir um Norður- og Suðurland.
 • Gistinætur þeirra sem ferðuðust innanlands voru að jafnaði um 14 talsins. Gera má gera ráð fyrir að um helmingi gistinótta landsmanna á ferðalögum hafi verið eytt á Norðurlandi og Suðurlandi.
 • Sundlaugar og jarðböð voru sem fyrr sú afþreying sem flestir greiddu fyrir og ekki var marktækur munur á notkun á afþreyingu sem greitt var fyrir árið 2019 í samanburði við árið 2018.
 • Um helmingur Íslendinga stundaði almenna útiveru einu sinni í viku eða oftar. Hjóla- og fjallahjólaferðum fjölgaði marktækt á milli ára, sem og ferðum í heit og köld böð.

Í skýrslu um könnunina eru meginniðurstöður dregar fram í byrjun með aðgengilegum hætti en niðurstöðum er annars skipt í 7 meginkafla:

 • Ferðalög erlendis
 • Ferðalög innanlands
 • Dagsferðir innanlands
 • Fyrirhuguð ferðalög næsta árs
 • Upplýsingaleit varðandi ferðalög innanlands
 • Meðmælaskor
 • Stunduð útivist

Könnunin í heild:

8. apríl                 - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Fjöldi ferðamanna eftir þjóðerni er metinn út frá kerfisbundnu úrtaki sem tekið er meðal farþega áður en komið er inn á brottfararsvæði Keflavíkurflugvallar. Niðurstöður eru hugsaðar sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum og ber að skoða þær með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. 

Nánari upplýsingar

17. apríl                - Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja                  Skýrsla

Miklar líkur eru á að rekstrarlægðin sem COVID-19 heimsfaraldurinn veldur í ferðaþjónustu hér á landi muni verða djúp og vara næstu 12-24 mánuði. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslunni Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála.

Staða fyrirtækja í ferðaþjónustu var almennt veikari en í öðrum meginatvinnugreinum landsins áður en faraldurinn skall á, hvort sem litið er til fjárstyrks eða arðsemi. Hins vegar verða neikvæð efnahagsleg áhrif faraldursins mest á þessa atvinnugrein og mun hún illa standast álagið að óbreyttu.

Íslensk ferðaþjónusta hefur undanfarin ár fjárfest mikið í aukinni framleiðslugetu, sem nauðsynleg hefur verið til að anna betur þeim mikla fjölda ferðamanna sem streymt hefur til landsins. Frá árinu 2016 hefur ferðaþjónustan hins vegar jafnframt glímt við minnkandi arðsemi heilt yfir litið og árið 2019 var greininni áskorun, með m.a. falli WOW Air og fækkun ferðamanna. Mikil fjárfesting og lág arðsemi hefur kallað á verulega lántöku í greininni. Skv. tölum seðlabankans hækkuðu skuldir greinarinnar við viðskiptabankana þrjá um 84% frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2019 á meðan tekjur uxu um 3%. Heildarskuldir hennar eru nú metnar um 300 ma.kr. en tekjufall næstu mánuði – á háönn ársins – nánast algert.

Skýrslan í heild

22. apríl                - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

Nánari upplýsingar

24. apríl               - Ferðaþjónusta á Íslandi 2019                                                     Skýrsla

Upplýsingar í vinnslu

 

29. apríl               - Fjárhagstölur ferðaþjónustufyrirtækja árið 2018                     Skýrsla

Að beiðni Ferðamálastofu hefur ráðgjafarsvið KPMG unnið greiningu á rekstri og fjárhagsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Tilgangur greiningarinnar var að meta hvernig fjárhagsleg úrræði stjórnvalda sem komið höfðu fram vegna COVID-19 heimsfaraldursins þann  28. apríl, væru líkleg til að nýtast félögum í ferðaþjónustu á Íslandi.

Gögnin eiga líka að geta aðstoðað við að greina hvernig ný úrræði nýtast einstaka greinum og hve stórt hlutfall félaga ætti að geta nýtt úrræðin miðað við skilyrði sem sett eru fyrir nýtingu þeirra.

Greiningin er byggð á fjárhagsgögnum ferðaþjónustufyrirtækja fyrir árið 2018 frá Creditinfo og Hagstofu Íslands. Greiningin byggir að hluta á fyrri verkefnum sem KPMG hefur unnið fyrir Ferðamálastofu á síðustu vikum.

Sjá má áður birta skýrslu KPMG um áhrif COVID-19 á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hér.

Samhliða þessari greiningu hefur KPMG afhent Ferðamálastofu gagnvirkt mælaborð þar sem hægt er að skoða og greina  gögnin í PowerBI. Ferðamálastofa hyggst bjóða upp á opinn og gagnvirkan aðgang að upplýsingunum á næstu dögum gegnum mælaborð ferðaþjónustunnar. Þá geta áhugasamir stundað sína eigin greiningu á upplýsingunum.

 Skýrslan í heild

 

11. maí                 - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Fjöldi ferðamanna eftir þjóðerni er metinn út frá kerfisbundnu úrtaki sem tekið er meðal farþega áður en komið er inn á brottfararsvæði Keflavíkurflugvallar. Niðurstöður eru hugsaðar sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum og ber að skoða þær með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. 

Nánari upplýsingar

22. maí                 - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

Nánari upplýsingar

5. júní                 - Erlendir ferðamenn á Íslandi 2019: 
                              Lýðfræði, viðhorf og uppliflun                                                    Greining

Ath. að útgáfu mun væntanlega seinka frá uppgefinni dagsetningu og verða nánari upplýsingar settar inn þegar ný dagsetning liggur fyrir.

Niðurstöður heilsárskönnunar Ferðamálastofu og Hagstofunnar 2019 á upplifun og ferðahegðun erlendra ferðamanna. 

Ítarlegri þekking á viðhorfi og atferli

Gagnasöfnun vegna könnunarinnar hófst um mitt ár 2017 og með henni verður til ítarlegri þekking á viðhorfi og atferli erlendra ferðamanna en hingað til hefur legið fyrir. Þar skipta mestu regluleg gagnasöfnun og örari birting á niðurstöðum. Þannig eiga að skapast forsendur til að fylgjast betur með breytingum og þróun og með því mynda kjölfestu til framtíðar í þekkingu á þessari undirstöðuatvinnugrein.

Meðal þess sem könnunin leiðir í ljós eru upplýsingar um bókunar- og ákvörðunarferlið varðandi Íslandsferð, dvalarlengd, tegund gistimáta, tilgang ferðar, hvaða landshlutar voru heimsóttir, hvaða afþreying var nýtt, álit eða ánægju með ýmsa þætti sem snerta ferðalög fólks hér á landi og svokallað meðmælaskor (e. Net Promoter Score - NPS).

Niðurstöður birtar í Mælaborðinu

Niðurstöður könnunarinnar birtast í Mælaborði ferðaþjónustunnar um leið og búið er að vinna úr gögnum hvers mánaðar. Könnunin er tvískipt, þ.e. við brottför á Keflavíkurflugvelli er spurt nokkurra spurninga og þeir sem samþykkja frekari þátttöku fá síðan sendan hlekk í tölvupósti með spurningalista sem svarað er eftir heimkomu.

10. júní                 - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Fjöldi ferðamanna eftir þjóðerni er metinn út frá kerfisbundnu úrtaki sem tekið er meðal farþega áður en komið er inn á brottfararsvæði Keflavíkurflugvallar. Niðurstöður eru hugsaðar sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum og ber að skoða þær með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. 

Nánari upplýsingar

22. júní                 - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

Nánari upplýsingar

26. júní                 - Niðurstöður ferðavenjukönnunar á 4 stöðum                          Skýrslur

Í dag gaf Ferðamálastofa út skýrslur með niðurstöðum ferðavenjukönnunar meðal erlendra gesta á fjórum þéttbýlisstöðum á Íslandi sumarið 2019. Könnunin aflaði upplýsinga um ýmsa einkennandi þætti ferðamanna á rannsóknarsvæðunum, svo sem búsetuland, ferðamáta, gistimáta og dvalarlengd, auk þess sem ástæða heimsóknar og útgjaldamynstur þeirra var skoðað. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar að frá árinu 2013.

Áfangastaðirnir

Ferðamálastofa fól Rannsóknamiðstöð ferðamála að framkvæma könnunina sumarið 2019. Könnunin náði til fjögurra áfangastaða: Borgarness, Akureyrar, Mývatnssveitar og Hafnar í Hornafirði. Framkvæmd og verkefnisstjórn var í höndum Þórnýjar Barðadóttur.

Hver áfangastaður hefur sín sérkenni

Helstu niðurstöður voru þær að óháð heimsóknarsvæði voru erlendir ferðamenn sumarsins 2019 fólk í fríi á ferð með fjölskyldu og vinum og þá helst á bílaleigubíl. Meðalaldur gesta á könnunarstöðunum fjórum var vel sambærilegur eða 42-46 ár. Niðurstöður gefa þó vísbendingar um að ferðavenjur og útgjöld erlendra sumargesta á þessum stöðum voru talsvert ólík og lá helsti munurinn í tilgangi heimsóknar, dvalartíma og neyslumynstri gesta.

 • Á Akureyri stóðu upp úr heimsóknir í Lystigarð, Akureyrarkirkju og á kaffihús bæjarins.
 • Í Mývatnssveit nutu göngutúrar, Jarðböðin og útsýnisferðir mestra vinsælda.
 • Á Höfn voru það veitingahúsaferðir og afslöppun
 • Í Borgarnesi verslun, safnferðir og tækifæri til að rétta úr sér.

Þessar niðurstöður ramma raunar inn það sem virðist vera helsti tilgangur heimsókna til þessara staða.

Dvalartími erlendra ferðamanna var áberandi stystur í Borgarnesi (9,2 klst.) en lengst dvöldu menn á Akureyri (24,6 klst.). Enginn þessara fjögurra staða reyndist hins vegar hafa verið helsta ástæða Íslandsferðar.

Ólík útgjöld milli áfangastaða

Ólík ferðahegðun endurspeglast einnig í útgjöldum ferðamanna. Meðalútgjöld erlendra ferðamanna á sólarhring voru tvöfalt hærri á Akureyri (15.816 kr.) og í Mývatnssveit (15.174 kr.) heldur en í Borgarnesi (7.309 kr.) og útgjöld á Höfn (10.603 kr.) voru þar á milli. Þeir þættir sem mestu réðu varðandi útgjöld voru gisting og afþreying.

Almenn ánægja með heimsókn

Ánægja með heimsókn reyndist alls staðar mikil, var hæst 99% á Akureyri og lægst 94% á Höfn. Á öllum stöðum komu fram fjölmargar jákvæðar athugasemdir um náttúrufegurð og fegurð staðanna Töluverður breytileiki kom hins vegar fram á meðmælaskori. Í Mývatnssveit (+79) og á Akureyri (+78) var skorið vel yfir +75 viðmiðum sem sett voru í Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til 2030. Meðmælaskorið var nokkuð lægra í Borgarnesi (+62) en umtalsvert lægst á Höfn (+30). Í Borgarnesi og á Höfn var það lítið framboð afþreyingar sem helst kom í veg fyrir meðmæli auk þess sem skortur á gistiframboði, hátt verðlag gistingar og lélegt ástand tjaldsvæðis drógu úr því að menn teldu sig geta mælt með Höfn sem áfangastað.

Efni

Samantektarskýrslur eru þegar aðgengilegar á vefsíðu Ferðamálastofu,
Hér að neðan má hlaða niður skýrslum fyrir hvern stað um sig:

Helstu niðurstöður könnunarinnar verða einnig gerðar aðgengilegar í Mælaborði ferðaþjónustunnar undir liðnum Kannanir.

3. júlí                   - Viðhorf heimamanna                                                 Landshlutaskýrslur

Í dag gaf Ferðamálastofa út sjö skýrslur með niðurstöðum könnunar á viðhorfum Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu haustið 2019. Markmið könnunarinnar var að meta viðhorf Íslendinga til ferðaþjónustu og ferðamanna á tilteknum tíma bæði á landsvísu og eftir einstaka landshlutum. Auk þess var leitað eftir vísbendingum um það hvort landsmenn finni fyrir álagi vegna ferðamanna í heimabyggðinni.

Ferðamálastofa fól Rannsóknamiðstöð ferðamála að gera könnun á viðhorfum Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu haustið 2019. Í skýrslunum eru teknar saman niðurstöður könnunarinnar fyrir hvern landshlutanna sjö. Kannanir á viðhorfum heimamanna hafa verið gerðar af hálfu hins opinbera með reglubundnum hætti frá árinu 2014 en síðasta landskönnun var gerð árið 2017.

Helstu niðurstöður

Helstu niðurstöður voru þær að í öllum landshlutum litu heimamenn á ferðaþjónustu sem efnahagslega og samfélagslega mikilvæga atvinnugrein. Viðhorf voru um sumt einnig mismunandi eftir landshlutum.

 • Á Austurlandi voru umferð og umferðaröryggi ofarlega í hugum íbúa en áhyggjur af umferðarmálum voru enn og aftur meðal neikvæðustu áhrifa ferðaþjónustunnar að mati íbúa.
 • Íbúar á Suðurnesjum voru sá hópur landsmanna sem var hvað ánægðastur með ástand margra innviða, þar á meðal ástand vegakerfis, ástand í skiltamálum og ástand bílastæða.
 • Á Suðurlandi styrktust heimamenn í viðhorfum sínum um að ferðaþjónustan sé mikilvæg atvinnugrein sem efli efnahag heimamanna svo um munar.
 • Að mati Suðurnesjamanna snéru neikvæðustu hliðar ferðaþjónustunnar að aukinni umferð almennt, umgengni ferðamanna og átroðningi á náttúru.
 • Íbúar á Vesturlandi virtust finna síður en aðrir landsmenn fyrir því að ferðamenn efli verslun á svæðinu.
 • Almenn bjartsýni og ánægja með stöðu mála í ferðaþjónustunni var áberandi í niðurstöðum á Norðurlandi árið 2017 og var það staðfest í könnuninni 2019. Norðlendingar sögðust áfram njóta góðs af öflugri verslun og þjónustu á svæðinu og fundu ekki fyrir því að ferðamenn takmarki aðgengi þeirra að þjónustu eða möguleika íbúa til að festa rætur í heimabyggðinni.
 • Á Vestfjörðum komu fram vísbendingar um að heimamenn fyndu fyrir álagi. Frá síðustu könnun hafði óvissa aukist meðal íbúa um það hvort hægt væri að taka á móti fleiri ferðamönnum miðað við núverandi aðstæður og komu þessar áhyggjur einnig fram með vísan til skemmtiferðaskipa og fjölda ferðamanna.
 • Fjöldi ferðamanna í höfuðborginni virtist ekki íþyngja höfuðborgarbúum jafn mikið og fram kom í könnuninni 2017. Engu að síður voru vísbendingar enn til staðar um staðbundið eða tímabundið álag vegna fjölda.

Skýrslurnar hverja um sig má nálgast hér fyrir neðan:

Heildarskýrsla og frekari greiningar

Könnunin er þáttur í opinberri gagnasöfnun og greiningu á félagslegum áhrifum ferðaþjónustunnar á samfélag heimamanna en kannanir á viðhorfum heimamanna til ferðaþjónustu og ferðamennsku hafa farið fram með reglubundnum hætti frá árinu 2014. Gögnum var safnað í símakönnun meðal 6.200 manna lagskipts úrtaks af landinu öllu og fengust 2.600 svör. Ferðamálastofa mun gefa út heildarskýrslu með niðurstöðum á landsvísu ásamt frekari greiningum gagna verður gefin út síðar á árinu.

Eyrún Jenný Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála sá um framkvæmd og verkefnisstjórn en gagnaöflun var í höndum Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

11. júlí                  - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Fjöldi ferðamanna eftir þjóðerni er metinn út frá kerfisbundnu úrtaki sem tekið er meðal farþega áður en komið er inn á brottfararsvæði Keflavíkurflugvallar. Niðurstöður eru hugsaðar sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum og ber að skoða þær með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. 

Nánari upplýsingar

22. júlí                  - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

Nánari upplýsingar

10. ágúst              - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Fjöldi ferðamanna eftir þjóðerni er metinn út frá kerfisbundnu úrtaki sem tekið er meðal farþega áður en komið er inn á brottfararsvæði Keflavíkurflugvallar. Niðurstöður eru hugsaðar sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum og ber að skoða þær með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. 

Nánari upplýsingar

22. ágúst              - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

Nánari upplýsingar

31. ágúst              - Bókunarþjónustur í íslenskri gististarfsemi                             Skýrslur

Margar spurningar hafa vaknað síðastliðin ár um þann áhrifamátt sem bókunarþjónustur hafa haft á virðiskeðju ferðaþjónustufyrirtækja. Miklir fjármunir fara úr landi á hverju ári í formi þóknana til bókunarfyrirtækjanna, og þykir mörgum nóg um. Er því eðlilegt að spyrja hvort erlendar bókunarþjónustur séu nauðsynlegur hluti af virðiskeðju íslenskrar gistiþjónustu? Er þessari rannsókn ætlað að svara þeirri spurningu, ásamt því að áætla hversu mikið fjárhagslegt umfang bókunarþjónusta er í þeim geira ferðaþjónustunnar. 

Nánari upplýsingar

10. september     - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Fjöldi ferðamanna eftir þjóðerni er metinn út frá kerfisbundnu úrtaki sem tekið er meðal farþega áður en komið er inn á brottfararsvæði Keflavíkurflugvallar. Niðurstöður eru hugsaðar sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum og ber að skoða þær með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. 

Nánari upplýsingar

22. september     - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

Nánari upplýsingar

8. október           - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Fjöldi ferðamanna eftir þjóðerni er metinn út frá kerfisbundnu úrtaki sem tekið er meðal farþega áður en komið er inn á brottfararsvæði Keflavíkurflugvallar. Niðurstöður eru hugsaðar sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum og ber að skoða þær með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. 

Nánari upplýsingar

22. október          - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

Nánari upplýsingar

10. nóvember      - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Fjöldi ferðamanna eftir þjóðerni er metinn út frá kerfisbundnu úrtaki sem tekið er meðal farþega áður en komið er inn á brottfararsvæði Keflavíkurflugvallar. Niðurstöður eru hugsaðar sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum og ber að skoða þær með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. 

Nánari upplýsingar

20. nóvember      - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

Nánari upplýsingar

10. desember      - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Fjöldi ferðamanna eftir þjóðerni er metinn út frá kerfisbundnu úrtaki sem tekið er meðal farþega áður en komið er inn á brottfararsvæði Keflavíkurflugvallar. Niðurstöður eru hugsaðar sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum og ber að skoða þær með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. 

Nánari upplýsingar

22. desember      - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

Nánari upplýsingar

*Hádegisfyrirlestur – streymt beint.  Upptaka gerð aðgengileg á netinu. 
  Kynningar Ferðamálastofu eru einnig hugsaðar sem vettvangur fyrir rannsakendur í háskólasamfélaginu til að miðla niðurstöðum til
  atvinnugreinarinnar. 
  Fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og fara fram í Fiskislóð 10, 2. hæð.