Birtingaráætlun rannsókna- og tölfræðisviðs 2019

Birtingaráætlun rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu er liður í aukinni áherslu Ferðamálastofu á rannsóknir, söfnun og miðlun talnalegra upplýsinga og þannig betri þjónustu við atvinnugreinina. Í yfirlitinu eru listuð upp þau verkefni sem Ferðamálastofa hefur umsjón með og áætlaðar dagsetningar á kynningu niðurstaðna og útgáfudag skýrslna og talnaefnis. Birtingaráætlunin verður uppfærð jafn óðum eftr því sem líður á árið.

Smellið á plúsinn eða fyrirsögnina fyrir nánari upplýsingar um hvert atriði.

31. janúar          - Ferðaþjónustan í tölum                                                            Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

6. febrúar          - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

8. febrúar          - Erlent vinnuafl í ferðaþjónustu                                                 Kynning*

Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   
Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:     
Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.

Efni og upptökur

Þá má nálgast efni og upptökur frá fundinum í dag hér að neðan.


Kynnt verður rannsókn á kjörum og aðstæðum erlends starfsfólks í ferðaþjónustu.

Sumarið 2018 hófu Íris Hrund Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála [RMF] og Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við Háskóla Íslands, vinnu við rannsókn sem ætlað er að gefa dýpri innsýn í kjör og aðstæður erlends stafsfólks í greinum tengdum ferðaþjónustu á Íslandi. Markmiðið er annars vegar að fá yfirsýn yfir hvað má betur fara í starfsumhverfi erlends starfsfólks í ferðaþjónustu með viðtölum við fulltrúa félaga og stofnana, einkum staðbundinna verkalýðsfélaga, og hins vegar að fá dýpri skilning á reynslu fólks sem kemur til starfa í ferðaþjónustu hér á landi.

Í rannsókninni eru bornar saman áskoranir og aðstæður eftir svæðum, sem hafa mismunandi ásókn ferðamanna og árstíðasveiflu. Nánar tiltekið er sjónum beint að völdum svæðum á Suðurlandi (Mýrdalshreppi og Bláskógarbyggð), Reykjanesbæ og Vestfjörðum.

Hvati rannsóknar í íslensku samhengi er mikill vöxtur í störfum tengdum ferðaþjónustu á síðustu árum. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um hlutfall erlendra starfsmanna innan ákveðinna atvinnugreina eða starfsstétta, en gögn um ríkisfang félagsmanna stéttarfélaga og frá Hagstofu Íslands sýna að rúm fjörtíu prósent starfsmanna í hótel og veitingaþjónustu eru erlendir ríkisborgarar.

Rannsakendurnir eru hluti af nýstofnuðum rannsóknarhópi um vinnuafl í ferðaþjónustu, sem leiddur er af Rannsóknarmiðstöð ferðamála. Auk íslenskra fræðimanna í rannsóknarhópnum eru rannsakendur frá öðrum Norðurlöndum og Bretlandi. 

Vefsíða rannsóknarhópsins

21. febrúar        - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

22. febrúar        - Viðhorf heimamanna til ferðaþjónustu                                    Kynning *

Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   
Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:     
Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.


Kannanir á viðhorfum heimamanna til ferðaþjónustu og ferðamennsku hafa farið fram með reglubundnum hætti frá árinu 2016. Ferðamennska og ferðaþjónusta henni tengd geta haft margvísleg menningarleg og félagsleg áhrif á samfélagið – sem aftur hefur áhrif á viðhorf fólks til atvinnugreinarinnar.  Í könnununum er þetta samspil skoðað ýmist á landsvísu eða í einstökum bæjarfélögum, og tengist markmiði stjórnvalda að hugað verði að því að tryggja áfram jákvætt viðhorf landsmanna til ferðaþjónustu (Vegvísir í ferðaþjónustu 2015).

Árið 2018 fór könnunin fram í Reykjanesbæ, Stykkishólmi, Húsavík og á Egilsstöðum. Verktaki er Rannsóknamiðstöð ferðamála. Fyrstu niðurstöður verða kynntar í 22. febrúar og útgáfa rannsóknaskýrslna verður í maí 2019.

 

Niðurstöður frá 2015-2017:

6. mars              - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

8. mars              - Félagsleg áhrif ferðaþjónustu á Suðurlandi                            Kynning*

Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   
Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:     
Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.


Rannsóknin var unnin að frumkvæði Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) vegna átaksverkefnisins Félagsleg þolmörk íbúa á Suðurlandi gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu. Meginmarkmið átaksverkefnisins var að „afla upplýsinga um viðhorf íbúa á Suðurlandi gagnvart ferðaþjónustu og greina þannig þolmörk íbúa gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu út frá hinum ýmsum þáttum í innviðum samfélagsins“.  Á grundvelli þessara upplýsinga skyldi mat lagt á stöðu mála innan landshlutans og þannig m.a. undirbyggja ákvarðanatöku um aðgerðir sem nauðsynlegar gætu verið til þess að takast á við eikvæð áhrif af hröðum vexti ferðaþjónustunnar. Verkefnið er það fyrsta af sínum toga sem unnið er á landshlutavísu hérlendis.

Rannsóknin var unnin af Þorvarði Árnassyni og Arndísi Láru Kolbrúnardóttur hjá Rannsóknasetri HÍ á Hornafirði.

Frestað

21. mars            - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

Ferðaþjónusta í tölum - mars 2019

22. mars            - Þáttur bókunarþjónustufyrirtækja í rekstrarumhverfi            Kynning*
                           ferðaþjónustunnar                                                                       og skýrsla

Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   
Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:     
Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.

Rannsókn á vegum Ferðamálastofu unnin af Rannsóknasetri Verslunarinnar/Árna Sverri Hafsteinssyni.

Ferðaþjónustuaðilar á Íslandi, líkt og á heimsvísu, selja stóran hluta afurða sinna í gegn um bókunarþjónustur (e. Online Travel Agencies, OTAs). Viðskiptalíkön ólíkra bókunarþjónusta eru afar áþekk, hvort sem um er að ræða Booking, Expedia, Travelocity eða TripAdvisor. Bókunarþjónustur taka jafnan hluta sölutekna sem þóknun og getur hún verið íþyngjandi fyrir ferðaþjónustufyrirtækið. Í verkefninu er hlutverk bókunarþjónusta skoðað, áhrif þeirra á samkeppnisumhverfi og fjárhagslegt umfang á íslenskum gistimarkaði. Þá er leitað leiða til að bæta það fyrirkomulag sem nú ríkir á markaði fyrir gistiþjónustu.

 

Nálgast má efni og upptökur frá fundinum í dag hér að neðan.

 

 

4. apríl               - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

17. apríl             - Ferðaþjónustan í tölum                                                              Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

30. apríl               - Starfsánægja í ferðaþjónustu 2018                                          Kynning *

Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13

Staðsetning:   Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:      Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.


Eitt af markmiðunum sem sett eru fram í stefnu stjórnvalda (Vegvísir í ferðaþjónustu) varðar mat á árangri atvinnugreinarinnar. Skilgreind eru fjögur markmið. Eitt af þeim er jákvætt viðhorf til ferðaþjónustunnar og talið að hlutfall ánægðra starfsmanna í ferðaþjónustu gefi vísbendingar um það. Verkefnið sem hér um ræðir vaktar þennan skilgreinda mælikvarða með því að rannsaka sambandið á milli vinnuumhverfis og starfsánægju. Byggt er á alþjóðlega viðurkenndri aðferð til að mæla starfsánægju í þjónustugreinum sem býður jafnframt uppá greiningu á hvað starfsmenn eru ánægðir eða óánægðir með. Greind er ánægja með laun, möguleika á framvindu í starfi, fríðindi, vinnuumhverfi, samstarfsmenn, eðli starfsins og samskipti á vinnustað. Einnig er spurt um ákveðna þætti í vinnuumhverfinu sem eru þekktir fyrir að geta haft áhrif á líðan fólks á vinnustað s.s. álag, stuðningur frá yfirmanni, misrétti, einelti og áreitni. Fyrirhugað er að rannsóknin fari fram árlega.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Vinnueftirlitið með aðkomu Markaðs- og miðlarannsókna ehf. Vinnueftirlitið hefur rannsóknarskyldur þegar kemur að vinnuumhverfi og aðbúnaði vinnandi fólks á Íslandi og er það grundvöllur framþróunar í greininni að vinnuumhverfi sé gott og í samræmi við lög og reglur. Með framkvæmd rannsóknar á viðhorfum starfsmanna í ferðaþjónustu verður markmiðum beggja stofnana – Ferðamálstofu og Vinnueftirlitsins - náð.

Þá má nálgast efni og upptökur frá fundinum hér að neðan.

Skýrsla um verkefnið er væntanleg.

6. maí                - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                             Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

14. maí              - Fjöldi og dreifing ferðamanna 2018                                          Kynning*

Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   
Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:     
Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.


Talning á vegum Ferðamálastofu unnin af Rögnvaldi Ólafssyni og Gyðu Þórhallsdóttur.

Þá má nálgast efni og upptökur frá fundinum í dag hér að neðan.

Niðurstaða verkefnisins verður kynnt nánar í skýrslu sem kemur út á næstu vikum og gögn verða einnig aðgengileg í Mælaborði ferðaþjónustunnar.

´

Eldri skýrslur sem tengjast verkefninu:

 

23. maí              - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

24. maí              - Ferðahegðun ferðamanna 2018 á átta stöðum                        Skýrslur

Ath. Útgáfu frestað þar til seinna á ártinu.

Ferðamálastofa fól Rannsóknamiðstöð ferðamála að framkvæma könnunina sumarið 2018. Sem fyrr var framkvæmdin í höndum Lilju B. Rögnvaldsdóttur verkefnastjóra en hún hefur staðið að gerð sambærilegra kannana frá árinu 2013.

Könnunin náði til átta áfangastaða: Reykjavíkur, Reykjanesbæjar, Víkur, Stykkishólms, Ísafjarðar, Hvammstanga, Húsavíkur og Egilsstaða.

Í könnuninni var lögð áhersla á greiningu ýmissa einkennandi þátta ferðamanna á rannsóknarsvæðunum s.s. búsetulandi, ferðamáta, gistimáta og dvalarlengd auk þess sem ástæða heimsóknar og útgjaldamynstur þeirra var skoðað.

Fyrstu niðurstöður voru kynnar á fundi 14. desember 2018 og eru einnig aðgengilegar í Mælaborði ferðaþjónustunnar.

Skýrslur um fyrri kannanir:

Ferðavenjur 2017:

Ferðavenjur 2016:

Ferðavenjur 2015:

Economic Effects of Tourism in Þingeyjarsýslur (2016):

Tourism Data Collection: Analysis at the sub-national level in Iceland (2014):

5. júní                - Erlendir ferðamenn á Íslandi 2018:  Lýðfræði, viðhorf
                           og uppliflun                                                              Kynning* og talnaefni

Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   
Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:     
Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.

Kynning á niðurstöðum landamærakönnunar Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands fyrir árið 2018.

Nánari upplýsingar í vinnslu.

6. júní                - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni 

Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

20. júní              - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

1. júlí              - Viðhorf heimamanna til ferðaþjónustu 2018                           Skýrslur

Kannanir á viðhorfum heimamanna til ferðaþjónustu og ferðamennsku hafa farið fram með reglubundnum hætti frá árinu 2016. Ferðamennska og ferðaþjónusta henni tengd geta haft margvísleg menningarleg og félagsleg áhrif á samfélagið – sem aftur hefur áhrif á viðhorf fólks til atvinnugreinarinnar.  Í könnununum er þetta samspil skoðað ýmist á landsvísu eða í einstökum bæjarfélögum, og tengist markmiði stjórnvalda að hugað verði að því að tryggja áfram jákvætt viðhorf landsmanna til ferðaþjónustu (Vegvísir í ferðaþjónustu 2015).

Árið 2018 fór könnunin fram í Reykjanesbæ, Stykkishólmi, Húsavík og á Egilsstöðum. Verktaki er Rannsóknamiðstöð ferðamála. Fyrstu niðurstöður verða kynntar í 22. febrúar og útgáfa rannsóknaskýrslna verður í maí 2019. 

Niðurstöður frá 2015-2017:

4. júlí                 - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

18. júlí               - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

7. ágúst             - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

15. ágúst           - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

4. september    - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

19. september  - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

4. október         - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

17. október       - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

6. nóvember     - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

21. nóvember   - Ferðaþjónustan í tölum                                                             Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

4. desember     - Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll                                            Talnaefni

Brottfarartalning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gefur mynd af þjóðernasamsetningu ferðamanna á Íslandi. Um er að ræða handtalningu á farþegum á leið úr landi og ber að skoða niðurstöður með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin býður upp á. Niðurstöður eru birtar mánaðarlega á vef Ferðamálastofu. Nánari upplýsingar

19. desember   - Ferðaþjónustan í tölum                                                              Talnaefni

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum má finna nýjustu talnaupplýsingarnar sem gefast um ferðamenn á Íslandi. Þar má finna upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna til Íslands eftir þjóðernum, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og eyðsluhætti þeirra, viðhorf  og upplifun. Einnig má finna upplýsingar um ferðalög Íslendinga innanlands og utan. Samantektin er uppfærð mánaðarlega og er birt á vefsíðu Ferðamálastofu.

*Hádegisfyrirlestur – streymt beint.  Upptaka gerð aðgengileg á netinu. 
  Kynningar Ferðamálastofu eru einnig hugsaðar sem vettvangur fyrir rannsakendur í háskólasamfélaginu til að miðla niðurstöðum til
  atvinnugreinarinnar. 
  Fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og fara fram í Fiskislóð 10, 2. hæð.