Viðey Gönguleið
Gönguleiðin um Viðey er létt og skemmtileg, þar sem náttúra, saga og list fléttast saman í rólegu og fallegu umhverfi.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Reykjavík
Upphafspunktur
Skarfabakki
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
- Gras
- Möl
- Blandað yfirborð
- Þýft
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Salerni
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
routesRouteAvailableSeasonal
Gangan hefst við Viðeyjarstofu, þar sem gestir geta kynnt sér sögu eyjarinnar áður en lagt er af stað. Þaðan liggur leiðin að Friðarsúlunni (Imagine Peace Tower), sem Yoko Ono reisti til heiðurs John Lennon. Frá Friðarsúlunni er gengið að Viðeyjarnausti, þar sem stikaður göngustígur tekur við meðfram ströndinni. Leiðin liggur fyrst um Vesturey, þar sem listaverkið Áfangar eftir Richard Serra teygir sig í hring um eyna og samanstendur af háum stólpum úr stuðlabergi.
Að göngu lokinni um Vesturey er farið aftur yfir yfir á Heimaey og gengið meðfram norðurströndinni. Þar liggur leiðin m.a fram hjá Vatnstankinum sem reistur var árið 1908 og síðar var breytt í félagsheimili. Næst er gengið að gamla Skólahúsinu, þar sem í dag er sýning um náttúru og mannlíf í Viðey á fyrri hluta 20. aldar sem gaman er að kynna sér.
Að lokum er stígurinn tekinn að Kvennagönguhól, þar sem sagnir herma að álfkonur búi. Þaðan liggur leiðin aftur að Viðeyjarstofu, þar sem tilvalið er að fá sér hressingu eftir ánægjulega göngu.