Hafravatn Gönguleið

Hafravatn er fallegt stöðuvatn í Mosfellsbæ. Skemmtilegt er að ganga hringinn í kringum vatnið og njóta þess að vera í rólegri náttúru með fallegt útsýni.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Mosfellsbær
Upphafspunktur
Bílastæði við skátasvæði eða Hafravatnsrétt
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
  • Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
  • Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
  • Blandað yfirborð
  • Votlendi
  • Stórgrýtt
  • Bundið slitlag
Hindranir
  • Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
  • Vað - Óbrúaður lækur, eyrar eða mýrar
Hættur
Umferð bíla
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Hafravatn er fallegt stöðuvatn rétt austan við Úlfarsfell og tilheyrir vatnið Mosfellsbæ. Leiðin í kringum vatnið er um 5 km löng og hentar flestu göngufólki. Hægt er að hefja gönguna við Hafravatnsrétt eða útivistarsvæði skáta við suðurenda vatnsins. Í upphafi er gengið stuttlega meðfram akveginum til vinstri áður en beygt er inn á slóðann sem liggur meðfram vatninu. Að mestu leyti er hægt að ganga meðfram fjörunni og á leiðinni eru falleg sumarhús í mikilli gróðursæld. Þegar komið er að Úlfarsá er mýrlendi og lítil trébrú sem farið er yfir. Haldið er áfram meðfram fjörunni í Vatnsvík og þá má velja hvort gengið er meðfram akveginum aftur að bílastæðinu eða hvort menn vilji ögra sér við það að klöngrast í steinunum meðfram fjöruborðinu.