Kópavogsdalur og Kópavogstún Gönguleið

Stutt og fjölbreytt gönguleið um Kópavogsdal og Kópavogstún sem hentar vel til göngu allt árið um kring.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Kópavogur
Upphafspunktur
Kópavogsvöllur
Erfiðleikastig
Aðgengi fyrir alla
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
Bundið slitlag
Hættur
Umferð bíla
Þjónusta á leiðinni
  • Salerni
  • Sorplosun
Lýsing
Upplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Þessi 3,5 km langi gönguhringur er beggja megin Hafnarfjarðarvegar og liggur um tvö af vinsælustu útvistarsvæðum Kópavogs; Kópavogsdalinn og Kópavogstún. Á þessum stutta hring fæst gott innsýn í þessi svæði með útsýni til austurs og vesturs. Komið er við á ólíkum stöðum á leiðinni sem kynna fjölbreytni í náttúru, sögu og menningu á svæðinu. Skilti sýna hvernig örnefni tengjast sögu fólksins í dalnum. Hægt er að fara þessa leið allt árið og er tiltölulega skjólgott í dalnum í flestum áttum.