Hjólaleið í Mosfellsbæ Hjólaleið

Fjölbreytt og skemmtileg hjólaleið í Mosfellsbæ sem hefst við íþróttasvæði Varmár og liggur um Álafosskvos, Lágafellslaug og meðfram Leiruvogi í fallegu umhverfi.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Mosfellsbær
Upphafspunktur
Bílastæði við íþróttasvæði Varmá
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
  • Bundið slitlag
  • Blandað yfirborð
  • Möl
  • Gras
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Umferð bíla
Þjónusta á leiðinni
Salerni
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Þessi hjólaleið hefst við íþróttasvæði Varmá í Mosfellsbæ og býður upp á fjölbreytta og fallega ferð í gegnum bæinn. Frá upphafsstað er hjólað í átt að Álafosskvosinni sem er miðstöð lista og menningar í Mosfellsbær og er afar vinsæll viðkomustaður. Þaðan liggur leiðin áfram í átt að Reykjalundi, þar sem Reykjalundarvegi er fylgt og síðan beygt inn Reykjaveg. Þessi kafli er skjólgóður með gróskumikilli náttúru allt í kring. Síðan er beygt inn Skarhólabraut og henni fylgt að Vesturlandsvegi. Á þeirri leið er brekka sem fær hjartað til að slá aðeins hraðar. Við Vesturlandsveginn er farið í gegnum undirgöngin til þess að komast yfir götuna. Þaðan er hjólað í gegnum Hlíðahverfið, farið fram hjá Lágafellslaug og áfram í átt að golfvellinum. Áfram er hjólað meðfram golfvellinum og síðan er stígnum með Leiruvognum fylgt, þar sem útsýni og fjölbreytt fuglalíf taka á móti ferðalöngum. Að lokum liggur hjólastígurinn aftur að upphafsstað við íþróttasvæði Varmá.