Seljahjallagil Gönguleið
			Í Seljahjallagili er að finna meðal fegursta og fjölbreyttasta stuðlaberg norðan heiða.
 
		
		Nánari upplýsingar
Landshluti
			Norðurland, Þingeyjarsveit
							Upphafspunktur
			Merkingar
			Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
							Tímalengd
			2 - 3 klukkustundir
							Yfirborð
			- Blandað yfirborð
 - Stórgrýtt
 
Hindranir
			Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
							Hætta á grjóthruni inni í Seljahjallagili
Hættur
			- Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
 - Sprungur - Djúp glufa eða brot í bergi eða í jarðvegi sem er á hreyfingu
 
Þjónusta á leiðinni
			Engin þjónusta
							Lýsing
			Óupplýst leið 
							Tímabil
			Torfarinn vegaslóði liggur að upphafi gönguleiðarinnar. Vegurinn er einungis fær fjórhjóladrifnum bílum að sumri og staðkunnugum á stærri breyttum bílum að vetri.
							
						Seljahjallagil þykir mjög sérstakt fyrir þær sakir að þar finnast miklar stuðlabergsmyndanir. Svæðið var friðlýst sem náttúruvætti árið 2012 enda er þar að finna merkar minjar frá jarðeldunum sem skópu Mývatn og umgjörð þess. 
Torfarinn vegaslóði liggur að upphafi gönguleiðarinnar. Vegurinn er einungis fær fjórhjóladrifnum bílum að sumri og staðkunnugum á stærri breyttum bílum að vetri. Gönguleiðin hefst við afmarkað bílastæði. Fyrri hluti göngunnar leiðir fólk meðfram gömlum vegslóða, framhjá syðsta gíg Þrengslaborga og hrauntröð sem frá honum liggur. Því næst er gengið meðfram þurrum árfarvegi inn að Seljahjallagili. Árfarvegurinn er mjög athyglisverður þar sem skessukatlar og undirgöng leynast á einstaka svæðum. 
												
							 Göngufólk ber að varast grjóthrun í og við Seljahjallagil.