Fara í efni

Skráning gönguleiða

 

Þróun gönguleiðakerfis

Framtíðarsýn Ferðamálastofu er að ferðamenn og þjónustuaðilar hafi aðgang að miðlægu íslensku gönguleiðakerfi sem væri hægt að nálgast í opinni gagnvirkri vefgátt.

Samhliða þróunarvinnu opinberra faghópa sem vinna að nánari útfærslu á aðferðarfræði, skilgreiningum, reglum, stöðlum og skapalón lengri opinberra gönguleiða, þá vinnur Ferðamálastofa að undirbúningi að gagnaöflun og samræmingu á verklagi fyrir skráningu og stafrænni efnissöfnun styttri gönguleiða um land allt.

Skráning styttri gönguleiða

Á þessu stigi er megintilgangur verkefnis Ferðamálastofu að lista helstu þætti styttri gönguleiða, taka þátt í að innleiða samræmda staðla og móta verkfærið sem notað verður til að afla gagna og flokka gönguleiðir um land allt.

Í fyrsta fasa er markmiðið er að stika a.m.k. 100 gönguleiðir um allt land með því að fylla út staðlaðan spurningalista og senda gps-gögnin sem viðhengi.  Skilgreiningar á einkennum gönguleiða eru ekki staðlar, heldur skýringar á orðum til að efla og samræma skilning á einkennum gönguleiða sem byggir á fjölmörgum íslenskum og erlendum gönguleiðakerfum.  Skráning gönguleiða í gagnagrunn með leiðarlýsingum og gps-skrám verða ekki birtar sjálfkrafa heldur verða þær notaðar til að þróa ferli til að meta hvaða leiðir eru hæfar í birtingu.

Framtíðarsýnin er að þróa lokaafurð sem er vefsjá með landupplýsingaforriti þar sem almenningur getur halað niður nákvæmum upplýsingar um ferðaleiðir á Íslandi. Gögnin verða opin og aðgengileg.

Nánar um verkefnið

Markmið gönguleiðaverkefnis:

• Safna upplýsingum um umsjónaraðila á gönguleiðum leiðarkerfis

Leiðarkerfið byggir á upplýsingum frá umsjónaraðilum leiðanna og er ætlað að vera „lifandi

verkfæri“ til að viðhalda upplýsingum, vera liður í umbótaferli umsjónaraðila og þáttur í starfi

viðbragðsaðila.

• Þróa veflægt gönguleiðakerfi

Tilgangurinn er að undirbúa og þróa opinbert leiðarkerfi til að miðla samræmdum og

áreiðanlegum upplýsingum um gönguleiðir sem hvetja til ferðalaga, útivistar og náttúruskoðunar um allt Ísland.

• Miðla tilbúnu leiðarkerfi til ferðamanna

Hvetja innlenda og erlenda ferðamenn til að ferðast um og skoða landið, auðvelda þeim að velja

hentugar leiðir til þess að upplifunin verði sem öruggust og ánægjulegust.

Fyrst áhersla er á leiðarkerfi fyrir göngufólk, en tækifæri til miðlunar á leiðum fyrir hjólreiða-,

hesta-, gönguskíðafólk og fleira.

Aðal áherslan er að komast af stað og svo aðlögum við okkur að leikreglum ráðuneyta, opinbera stofnanna og faghópa eftir því sem þær mótast á leiðinni. 

Spurt og svarað (FAQ)

Hér má finna helstu spurningar og svör sem tengjast verkefni Ferðamálastofu um skráningu gönguleiða. Ef spurningu er ekki svarað hér að neðan má beina þeim til upplysingar@ferdamalastofa.is

Hvaða skilyrði þurfa gönguleiðir að uppfylla?

Ferðamálastofa setur engin sérstök skilyrði til að mega senda gönguleið í gagnagrunninn. Hins vegar eru leiðbeinandi viðmið og mælikvarðar settir fram sem æskilegt er að fylgja til að auka líkur á opinberri birtingu. Helstu mælikvarðar varða öryggi, ástandsmat, sjálfbærni, heilsu og hreinlæti.

Margar spennandi gönguleiðir eru mislangt komnar í undirbúningi, en tilgangurinn er að kynna viðhaldslitlar leiðir sem veita góða afþreyingarupplifun.

Mikilvægt er að notkun gönguleiðar sé í samræmi við vilja og framtíðar hugmyndir eiganda.

Hver má senda inn gönguleið?

Öllum er heimilt að senda gönguleiðir inn í gagnagrunnin, en til að auka möguleika á opinberri birtingu þá þurfa leiðirnar að uppfylla ákveðin viðmið.

Hvaða færni þarf skráningarmaður gönguleiða að búa yfir? 

Nauðsynlegt er að skráningaraðili hafi:

- góða þekkingu á gönguleið sem farin hefur verið við mismunandi aðstæður.
- kunnáttu í meðhöndlun GPS-tækja.

Gagnlegt er að skráningaraðili hafi:
- reynslu eða viðeigandi menntun í leiðsögn og hópstjórn.
- reynslu í slysavörnum eða þjálfun í leit og björgun hjá slysavarnafélagi.

Við hverja þarf að ráðfæra sig áður en leið er GPS-stikuð?

Skráningaraðili sem velur og staðsetur gönguleið skal hafa samráð við landeigendur. Jafnframt er æskilegt að haft sé samráð við sveitarfélög, áfangastaðastofur, ferðamálafulltrúa, kunnug ferðafélög eða aðra áhugamenn um staðbundnar gönguferðir. 

Hversu nákvæmar þurfa GPS-mælingarnar að vera?

Lagt er upp með 1 meters nákvæmni á GPS mælingum og mikilvægt er að velja hágæða gps-tæki sem stendur undir þeim kröfum. Þó nokkur svæði í dreifbýli geta ekki uppfyllt slíka nákvæmni, en reynt verður að leiðrétta ónákvæm gögn eftir því sem hægt er til að auka líkurnar á birtingu.

Hvaða ábyrgð felst í því í að skrá inn gönguleið?

Til að mega birta gönguleið þarf að tilnefna sérstakan slóðastjóra fyrir hverja leið. Slóðastjóri ber ábyrgð á því að veita sem nákvæmastar upplýsingar um væntanlegar aðstæður og hættur á leiðinni. 

Fyrirvari á ábyrgð
Göngufólk ber þó ávallt ábyrgð á eigin ferðum og þarf að undirbúa sig og öryggisbúnað sinn til hliðsjónar við þá tegund útivistar sem það ætlar sér að stunda. Aðstæður geta breyst skyndilega þar sem helsti óvissuþáttur á göngu er ófyrirsjáanleiki íslensks veðurfars og jarðrasks. 

Hver eru helstu gæðaviðmið fyrir innsenda gönguleið?

Öryggi:

- Ástand gönguleiðar sé nokkuð stöðugt.

- Gönguleið hafi skýra erfiðleikastigsflokkun.

- Athygli skal vakin á hindrunum og hættum gönguleiðar.

- Upplýsingar um gönguleið skal setja fram á skýran og faglegan hátt.

- Þar sem upplýsingarskilti eru þurfa þau að vera vel læsileg og helst með texta á a.m.k. íslensku og ensku.

- Æskilegt er að leiðir hafi farið í gegnum áhættu- og ástandsmat.

Heilsa og hreinlæti:

- Gönguleiðin sé laus við rusl.

- Gönguleiðin sé laus við veggjakrot (t.d. á skiltum).

- Gönguleiðin sé laus við mannaúrgang.

Aðrir mælikvarðar (ástandsmat og sjálfbærni):

- Skráning skal gerð í sátt og samlyndi við landeiganda, heimamenn og yfirvöld.

- Gæta skal að gönguleið skaði ekki umhverfi og nálægar auðlindir.

- Innskráning gönguleiðar er ekki ætlað að íþyngja landeigendum eða leggja of mikla byrði á þá sem viðhalda slóðinni.

- Í frumstæðu umhverfi er ekki gerð krafa um að byggðir séu upp gönguslóðar að stöðlum þéttbýlisstaða, s.s. bundið slitlag og lýsing.

- Ekki er gerð krafa um mikla uppbyggingu ef gönguleið er viðhaldið með sjálfbærum hætti.

Þurfa leiðirnar að fara í gegnum áhættumat?

Göngufólk í sjálfstæðum gönguferðum ber ávallt ábyrgð á eigin öryggi á ferð um landið. Slóðastjóri, landeigandi eða umsjónaraðili skulu miðla upplýsingum um aðstæður gönguleiðar á sem tryggastan máta.

Æskilegt er að skráningaraðili hafi gátlista um öryggismál og hafi hjálpargögn, t.d. Vakans, til hliðsjónar við undirbúning og skráningu leiðar í dreifbýli og óbyggðum. Hann má nálgast hér.

Ef aðilar ætla að nýta sér birtar gönguleiðir sem söluvöru (s.s. ferðir með leiðsögn), þá þurfa þeir að uppfylla 11. gr. laga nr. 96/2018, en þar er þess krafist að allir söluaðilar þurfa að vera með skriflegar öryggisáætlanir fyrir ferðir sínar og vera með viðeigandi og gild starfsleyfi. 

Hver gerir ástandsmat á gönguleiðinni?

Skráður ábyrgðaraðili eða slóðastjóri gönguleiðar ber ábyrgð á að miðla réttum upplýsingum um ástand leiðar árlega.

Sumar leiðir krefjast óverulegs viðhalds en aðrar þurfa meiri þjónustu eða viðgerðir. Rétt er að ábyrgðaraðili leggi fram áætlanir um lágmarksviðhald og áætlaðan líftíma þess.  Matið skal taka tillit til áhrifa gönguleiðar á umhverfi, lífríki og varðveislu minja.

Áhrif af notkun slóða má ekki stangast ekki á við umhverfislög. Notkun gönguleiðar má aldrei valda skemmdum á landrækt, skógrækt, landgræðslu eða öðrum auðlindum. Notkun gönguleiðar má ekki fara fram úr álagsþoli og það er hlutverk ábyrgðaraðila að hafa eftirlit með ástandi gönguleiðar. Lög um umhverfisábyrgð má finna hér.

Hvaða viðhald þarf að fara fram?

Áhersla er lögð á að staðsetja þekktar styttri gönguleiðir um land allt. Fyrirhugað viðhald er ekki ætlað að vera íþyngjandi svo lengi sem að lykilmælikvörðum sjálfbærni sé mætt.  

Séu gæðaviðmið ekki uppfyllt eykst hættan á meiðslum og líklegt er að gönguleið sé tekin úr birtingu.
Verði hluti leiðar fyrir skemmdum þarf ábyrgðaraðili að vera til staðar sem sér um að tryggja fjármagn eða mannafl til að hægt sé að grípa til aðgerða, lagfæra eða draga úr vandanum. Ráðstafanir geta líka falið í sér lokun gönguleiðar eða hluta hennar fyrir almenningsnotkun á meðan viðgerð stendur.

Skjalfest þarf að vera hver sé formlegur slóðastjóri eða ábyrgðaraðili gönguleiðar. Sá aðili þarf að hafa góða yfirsýn á ástandi leiðar. Slóðastjóra ber að senda inn uppfærslu á skráningu gönguleiðar eða endurnýjuðu leyfi landeiganda ef forsendur breytast. Skýrt endurskoðunar- og samþykktaferli þarf að vera til staðar. Gott er að skrá líklega flöskuhálsa eða erfið einkenni fyrir hverja gönguleið í viðeigandi textabox um viðhald. Skráning gönguleiðar er lifandi skjal sem ætti að uppfæra eftir því sem einstök atriði breytast.

Ef ætlunin er að leggja nýja gönguleið, þá er æskilegt að slík leið uppfylli nýja hönnunarstaðla og fari í gegnum sérstakt ástandsmat.

Hvað er gert við gögnin? 

Áður en leið er birt yfirfer starfsmaður Ferðamálastofu skráninguna. Landmælingar Íslands fara yfir GPS-hnit erfiðari leiða og leiðrétta ef þurfa þykir.

  • Öllum leiðum er safnað saman í óopinberan gagnagrunn.
  • Framtíðar markmiðið er að leiðir birtist í opinberri vefsjá
  • Allar leiðir þurfa að falla að náttúruverndarlögum þar sem almenningi er heimilt að ganga um óræktuð lönd og dvelja þar án sérstaks leyfis.
  • Leyfi landeigenda þarf að liggja fyrir þar sem gönguleiðir fara í gegnum ræktað land í einkaeign.
  • Eigendur eru hvattir til að koma með upplýsingar eða leiðbeiningar um leiðarval til að réttur þeirra sé virtur m.t.t. búfénaðar, ræktunar, hlunninda eða annars sem krefst verndunar.
  • Mikilvægt er að eigendur eða kunnugir aðilar komi með ábendingar um umgengi eða öryggisþætti.

Verður skráning og innsending gönguleiða skilyrði þess að getað sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða?

Gæðaviðmið gönguleiða er ætlað að efla gæði, öryggi og sjálfbærni gönguleiða sem er í takt við skilyrði Framkvæmdarsjóð ferðamanna. Birting gönguleiðar getur því haft jákvæð áhrif á umsóknir, en er ekki skilyrt.

Skráning gönguleiðar:
Nafn leiðar í leiðakerfi
Nafn sveitarfélags þar sem gönguleið er staðsett.
Þarf ekki að fylla út ef upphafsstaður er sá sami og endastaður
Tímabilið sem er opið gestum. Er leiðin opin allt árið?
Ef ekki er opið allt árið, tilgreinið hvenær ársins er opið.
Tegund leiðar. Hvaða ferðamáti hentar þessari leið?
Safnreitaskil
Stighækkandi þrepaskiping sem gefur til kynna hve erfið gönguleið er. Erfiðleiki er afstætt hugtak, engu að síður er mikilvægt að flokka leiðir til að gefa til kynna hvers eðlis leiðirnar eru. Byggt á alþjóðlegri flokkun sem og flokkun Útivistar og Ferðafélags Íslands.
Safnreitaskil
Skráið heildarlengd leiðar með tölustöfum
Áætluð tímalengd göngu miðað við meðal mann.
Merkingar




Myndefni eða tákn sem vísar leið eða miðlar upplýsingum.
Hve greinileg leiðin er berum augum
Ljós, ljósmagn á leið
Breidd stíga/slóða í metrum
Safnreitaskil
Yfirborð












Efsta lag leiðar
Hindrandir




Hættuleg fyrirbæri, voði eða ógn á gönguleið. Öryggisþættir sem þarf að huga að.
Hættur










Hættuleg fyrirbæri, voði eða ógn á gönguleið. Öryggisþættir sem þarf að huga að.
Safnreitaskil
Nauðsynlegir viðhaldsþættir









Viðhald stíga/slóða snýst aðallega um íburð í yfirborð stíga og eru þá íburðarefnin skráð. Auk þess geta aðrir viðhaldsþættir komið við sögu.
Staða, aðstæður og viðhald leiðar. Ástand slóða og stíga skiptir máli varðandi hversu vel þeir þola þá umferð sem um þá fer.
Þjónusta á leiðinni




Lýsing á helstu þjónustuþáttum á leiðinni
Staðsetning þjónustu, eða ítarlegri upplýsingar um þjónustu á svæðinu
Safnreitaskil
Aðgengi að leið




Eigandi gagna
Landeigandi
Rétthafi eða eigandi lands/jarðar
Ábyrgðaraðili / þjónustuaðili leiðar
Einstaklingur/stofnun sem ber ábyrgð á leið
Ýmsar upplýsingar
Lýsing á áhugaverðum áningarstöðum á leiðinni
Tilskilin leyfi



Skrifleg leyfi fyrir leið og skipulagi hennar.
Heimild til markaðsetningar




Hvar má markaðsetja leið opinberlega?
Hlekkir á sérstakar upplýsingar

Hér má setja inn hlekki á staðbundnar upplýsingar þar sem hægt er að finna afla upplýsingar um rauntímastöðu og spár.

Viðhengi með GPS-skrám

Skráning GPS-hnita gönguleiðar er forsenda þess að hægt sé að skrá og birta gönguleið og skal setja sem viðhengi hér. Mikilvægt er að fylgja leiðbeinginum Landmælinga Íslands í stillingu á GPS-tækjum og skráningu GPS-hnita. Einnig er hægt að senda GPS-skrá í sér tölvupósti á gudny@ferdamalastofa.is með tilvísun í heiti leiðar.

Myndir af gönguleið
Falleg mynd af gönguleið