Skráning á Hádegisfyrirlestur - Starfsánægja í ferðaþjónustu

Dagsetning:    30. apríl 2019
Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:      Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Ekkert skráningargjald. Boðið er upp á léttan hádegisverð

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.


Eitt af markmiðunum sem sett eru fram í stefnu stjórnvalda (Vegvísir í ferðaþjónustu) varðar mat á árangri atvinnugreinarinnar. Skilgreind eru fjögur markmið. Eitt af þeim er jákvætt viðhorf til ferðaþjónustunnar og talið að hlutfall ánægðra starfsmanna í ferðaþjónustu gefi vísbendingar um það. Verkefnið sem hér um ræðir vaktar þennan skilgreinda mælikvarða með því að rannsaka sambandið á milli vinnuumhverfis og starfsánægju. Byggt er á alþjóðlega viðurkenndri aðferð til að mæla starfsánægju í þjónustugreinum sem býður jafnframt uppá greiningu á hvað starfsmenn eru ánægðir eða óánægðir með. 

Skrá fleiri frá sama fyrirtæki/stofnun