Fara í efni

Skráning á Hádegisfyrirlestur - Hvernig má bæta upplifun erlendra ferðamanna á Íslandi?

Greining á niðurstöðum landamærakönnunar

Dagsetning:    Föstudaginn 29. september 2019
Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:      Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Ekkert skráningargjald. Boðið er upp á léttan hádegisverð

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.


Í framtíðarsýn stjórnvalda fyrir sjálfbæra íslenska ferðaþjónustu er kveðið á um að íslensk ferðaþjónusta eigi að stuðla að sköpun einstakrar upplifunar fyrir ferðamenn sem byggir á íslenskri náttúru, menningu og afþreyingu. Kannanir hafa sýnt að meirihluti erlendra ferðamanna er mjög ánægður með dvöl sína hérlendis og myndi mæla með Íslandi sem áfangastað. Þó erlendir ferðamenn séu almennt ánægðir benda niðurstöður landamærakönnunar til ýmissa atriða sem íslensk ferðaþjónusta getur bætt (enn fremur) með það markmið að skapa einstaka upplifun fyrir ferðamenn á Íslandi.

Í þessari hádegiskynningu verður farið yfir greiningu á svörum erlendra ferðamanna við spurningunni um hvað megi bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Sérstök áhersla er lögð á hvað megi bæta með tilliti til fagmennsku, gæða og öryggis. Einnig er horft til þess hvað erlendum ferðamönnum þótti minnisstæðast úr Íslandsferðinni og hvernig náttúra, menning og afþreying stuðla að upplifun ferðamanna á Íslandi.

Skrá fleiri frá sama fyrirtæki/stofnun