Erlent vinnuafl í ferðaþjónustu - Hádegisfyrirlestur

Dagsetning:    8. febrúar 2019
Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:      Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.


Kynnt verður rannsókn á kjörum og aðstæðum erlends starfsfólks í ferðaþjónustu.

Sumarið 2018 hófu Íris Hrund Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála [RMF] og Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við Háskóla Íslands, vinnu við rannsókn sem ætlað er að gefa dýpri innsýn í kjör og aðstæður erlends stafsfólks í greinum tengdum ferðaþjónustu á Íslandi. Markmiðið er annars vegar að fá yfirsýn yfir hvað má betur fara í starfsumhverfi erlends starfsfólks í ferðaþjónustu með viðtölum við fulltrúa félaga og stofnana, einkum staðbundinna verkalýðsfélaga, og hins vegar að fá dýpri skilning á reynslu fólks sem kemur til starfa í ferðaþjónustu hér á landi.

Vefsíða rannsóknarhópsins