Skráning upplýsingamiðstöðvar

Skráð UpplýsingamiðstöðSamkvæmt lögum um Ferðamálastofu skal sá sem hyggst starfrækja upplýsingamiðstöð senda skriflega tilkynningu þess efnis til Ferðamálastofu. Upplýsingamiðstöð má hvorki hvorki setja saman, bjóða til sölu né auglýsa ferðir eða aðra ferðatengda starfsemi. 

Skráning á upplýsingamiðstöð

Skráning upplýsingamiðstöðva fer fram í gegnum Þjónustugátt Ferðamálastofu.
Skrá þarf sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
Skráningargjald er 15.000 kr.
Opna leiðbeingamyndband fyrir innskráningu í Þjónustugátt

Meðal annars er beðið um eftirfarandi upplýsingar:

  • Nafn starfseminnar
  • Nafn rekstraraðila, kennitala, heimili, símanúmer og netfang.
  • Nafn og kennitala forráðamanns
  • Lýsing á starfsemi
  • Opnunartími starfsstöðvar

Upplýsingamiðstöðvar hafa heimild til að nota myndrænt auðkenni Ferðamálastofu. 

Upplýsingamiðstöðvar sem njóta opinbers fjárstuðnings skulu halda þeim þætti starfseminnar fjárhagslega aðskildum frá öðrum þáttum starfseminnar. 

Ferðamálastofu er heimilt að fella upplýsingamiðstöð af skrá ef starfsemi hefur verið hætt eða starfsemi er útvíkkuð þannig að hún falli undir skilgreiningu á ferðasala dagsferða eða ferðaskrifstofu. Ferðamálastofa úrskurðar ef ágreiningur rís um til hvaða flokks starfsemi heyrir.


Ath. Við gildistöku nýrrar löggjafar um ferðamál 1. janúar 2019 féll heitið bókunarþjónusta út. Þeir sem eru með slíka starfsemi skráða þurftu að sækja um að nýju fyrir 1. mars 2019, annað hvort sem ferðaskrifstofa eða ferðasali dagsferða, allt eftir eðli starfseminnar.