Hvaða leyfi þarf ég?

Allir sem skipuleggja, selja og framkvæma ferðir þurfa leyfi frá Ferðamálastofu. Leyfin eru tvenns konar:

  • Leyfi ferðaskrifstofu:
    leyfismerkiLeyfið tekur til aðila sem falla undir lögin um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Allir sem bjóða einhverskonar samsettar eða samtengdar ferðir, s.s. þar sem gisting er innifalin, verða að hafa leyfi sem ferðaskrifstofa.
  • Leyfi ferðasala dagsferða:
    Tekur til aðila sem selja ferðir sem ekki falla undir lögin um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Leyfi ferðasala dagsferða er einungis fyrir þá sem bjóða aðeins stakar ferðir sem eru styttri en 24 klst. og fela ekki í sér gistingu. Hverskyns samsetning og samtenging við aðra þjónustu getur kallað á stærra leyfi.

Litli leiðsögumaðurinn

Til að aðstoða ferðaþjónustuaðila við að finna út undir hvaða leyfi þjónusta þeirra fellur bendum við á Litla leiðsögumanninn“, gagnvirkan spurninga og leiðbeiningavef sem ætlað er leiða fólk áfram.

Umsóknir

Nánari upplýsingar um leyfi og umsóknir er að finna hér fyrir ferðasala dagsferða og hér fyrir ferðaskrifstofur. 

Önnur leyfi

Það fer eftir eðli starfsemi hvort að nauðsynlegt er að hafa leyfi frá öðrum aðilum.  Umsækjendum um leyfi ber að kanna hvort að önnur leyfi eru nauðsynleg.