Ferðaskrifstofur

kajakFerðamálastofa gefur út ferðaskrifstofuleyfi. Ferðaskrifstofa er aðili, hvort sem er einstaklingur eða lögaðili, sem setur saman, skipuleggur, býður og/eða selur pakkaferðir eða hefur milligöngu um sölu samtengdrar ferðatilhögunar í atvinnuskyni, hvort sem er að eigin frumkvæði eða eftir beiðni viðskiptavinar, innan lands eða erlendis.

Undir hugtakið ferðaskrifstofa falla allir seljendur, þ.e. skipuleggjendur og smásalar sem bjóða til sölu eða selja þjónustu sem fellur undir lög nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.

   
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?