Endurmat tryggingarfjárhæðar 2020

Héðinsfjörður

Hér má nálgast þau eyðublöð sem þarf að fylla út vegna árlegra skila á gögnum vegna endurmats tryggingarfjárhæðar 2020. Vakin er athygli á viðbótar upplýsingum sem kallað er eftir ásamt sérstakri heimild vegna endurmats tryggingarfjárhæða ferðaskrifstofa 2020, sjá nánar hér að neðan.

Drög að ársreikningi eða tekjuyfirlit?

Í ljósi aðstæðna 2020 er ferðaskrifstofum heimilt að skila drögum að ársreikningi eða tekjuyfirliti ársins 2019, staðfestu af endurskoðanda, ef fyrirsjáanlegt er að endurskoðaður ársreikningur verði ekki tilbúinn áður en frestur til að skila gögnum vegna  endurmats tryggingarfjárhæðar rennur út. Drög að ársreikningi eða tekjuyfirlit þarf að vera á pdf. formi, áritað eða staðfest með öðrum sannanlegum hætti. Þetta er gert til að koma til móts við ferðaskrifstofur og flýta fyrir að afgreiða megi endurmat tryggingarfjárhæða á grundvelli sérstakrar heimildar 2020.

Yfirlit yfir inneignir ferðamanna

Við mat á tryggingarfjárhæðum 2020 er nauðsynlegt að taka tillit til þeirra inneigna sem að ferðamenn kunna að eiga hjá ferðaskrifstofum. Skila þarf yfirliti yfir inneignir ferðamanna hjá ferðaskrifstofum á sérstöku eyðublaði sem er að finna hér að neðan.

Sérstök heimild 2020

Við ákvörðun tryggingarfjárhæðar 2020 er á grundvelli breytinga á reglugerð um tryggingar vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar heimilt að grundvalla tryggingarfjárhæð ársins á tryggingarskyldri veltu yfirstandandi rekstrarárs. Skilyrði er:

  • að áætluð tryggingarskylda veltu fyrir yfirstandandi rekstrarár sé lægri en tryggingarskyld velta síðasta rekstrarárs,
  • að tryggingaskyldur aðili sé ekki í vanskilum með opinber gjöld
  • eða að öðru leyti sé ekki ástæða til að ætla að trygging muni ekki nægja komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar.

Form fyrir gagnaskil vegna árlegra skila:

Ítrekað er mikilvægi þess að veittar upplýsingar séu réttar og bent er á að röng upplýsingagjöf getur varðar við almenn hegningarlög.

Viðbótargögn vegna sérstakrar heimildar 2020

Ef sótt er sérstaka heimild til lækkunar  ber að nota eyðublaðið: "Endurmat tryggingarfjárhæðar ásamt beiðni um lækkun vegna sérstakrar heimildar 2020" sem finna má í þjónustugátt Ferðamálastofu.

Auk gagna sem þurfa að fylgja vegna hefðbundinna skila þarf að skila vottorði frá innheimtumanni ríkissjóðs um að leyfishafi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld.  
Innheimtumenn eru Skatturinn á höfuðborgarsvæðinu og sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins.

 

 

 

 

 

 Icons made by monkik from www.flaticon.com