Ferðaskipuleggjendur 2006-2018

Við gildistöku nýrrar löggjafar um ferðamál 1. janúar 2019 féll heitið ferðaskipuleggjandi út. Fyrir 1. apríl 2019 þurftu leyfishafar að sækja um nýtt leyfi, annað hvort sem ferðaskrifstofa eða ferðasali dagsferða, allt eftir eðli starfseminnar.

Á meðan verið er að vinna úr innsendum umsóknum halda eldri leyfi þeirra aðila gildi sínu en leyfi þeirra sem ekki hafa sótt um falla niður.

Umsóknir um ný leyfi fara í gegnum island.is.