Gjaldskrá og auðkenni (lógó)

Gjaldskrá

Gjaldskráin er sett af iðnaðar- og viðskiptaráðherra, samkvæmt 27. gr. laga um skipan ferðamála nr. 73/2005. Hún öðlast gildi frá 1. september 2016. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1228/2005. Gjöldin eru:

Ferðaskrifstofuleyfi   30.000 kr.
Ferðaskipuleggjandaleyfi   20.000 kr.
Skráning á starfsemi   15.000 kr.

 

Gjald vegna yfirferðar bókhaldsgagna:

Ferðamálastofa leitar umsagnar endurskoðanda á bókhaldsgögnum vegna nýrra umsókna um ferðaskrifstofuleyfi samkvæmt heimild í 2. mgr. 18. gr. laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Gjald vegna umsagnarinnar er kr. 28.000.- sem leggst við leyfisgjaldið sbr. hér að ofan.

Vegna endurskoðunar á fjárhæð ferðaskrifstofa ár hvert leitar Ferðamálastofa umsagnar endurskoðanda. Gjald vegna umsagnarinnar er kr. 25.000.- og greiðist árlega.

Öflun fylgigagna

Ferðamálastofa getur að fenginni heimild umsækjanda aflað nauðsynlegra fylgigagna með umsókn fyrir ferðaskipuleggjenda- og ferðaskrifstofuleyfi og leggst þá 3.000.- aukagjald við leyfisgjaldið.


 

Auðkenni

Það nýmæli er í lögum nr. 73/2005 um skipan ferðamála að í eigu Ferðamálastofu skuli vera sérstakt myndrænt auðkenni (logo). Auðkenni þetta er staðfesting á því að viðkomandi sé með lögbundið starfsleyfi þar sem heimild til að nota auðkennið er bundin útgáfu leyfisins.

Leyfishöfum, þ.e.a.s. ferðaskipuleggjendum og ferðaskrifstofum er skylt að nota auðkennið í auglýsingum sínum, hvort sem er í bæklingum, á heimasíðu eða á annan hátt, þannig að neytendur geti sjálfir gengið úr skugga um það á auðveldan hátt að tilskilin leyfi séu fyrir hendi.

Skráðum aðilum þ.e.a.s. bókunarþjónustum og upplýsingamiðstöðvum er hins vegar heimilt að nota auðkennið en ekki skylt.

Sýnishorn af auðkennum:

Ferðaskrifstofa lógóFerðaskipuleggjandi lógóUpplýsingamiðstöð lógó

Sýnishorn af auðkennum - eldri gerð:

Ferðaskrifstofa lógóFerðaskrifstofa lógó

Ath. að eldri gerð af auðkennum er enn í fullu gildi

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?