Upplýsingamiðstöðvar

Við gildistöku nýrrar löggjafar um ferðamál 1. janúar 2019 féll heitið bókunarþjónusta út. Skráningar halda gildi sínu til 1. apríl 2019 (ath. framlengdan frest) en fyrir þann tíma þurfa aðilar að skoða starfsemi sína og og sækja um nýtt leyfi, annað hvort sem ferðaskrifstofa eða ferðasali dagsferða, allt eftir eðli starfseminnar. 

Ath. að þar sem ekki er búið að staðfesta reglugerð um tryggingar vegna pakkaferða er ekki enn hægt að sækja um leyfi sem ferðaskrifstofa.

Ekki tekið gald fram til 1. apríl

Ekki verður tekið gjald fyrir umsóknina hjá þeim sem nú þegar eru með skráða bókunarþjónustu, sé sótt um fyrir 1. apríl 2019. Þó þarf að greiða fyrir mat á fjárhæð tryggingar, falli viðkomandi undir ferðaskrifstofuleyfi.

Umsóknir fara í gegnum Þjónustugátt Ferðamálastofu.

Upplýsingamiðstöðvar 

Upplýsingamiðstöðvar verða tilkynningaskyldar til Ferðamálastofu og halda núverandi skráningar gildi sínu. Nýskráning upplýsingamiðstöðva er gerð í gegnum þjónustugátt Ferðamálastofu.

 

   
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?