Bókunarþjónusta og/eða upplýsingamiðstöð

Fjara

Hver sá sem ætlar að reka bókunarþjónustu eða upplýsingamiðstöð skal skrá starfsemi sína hjá Ferðamálastofu. Hér er því ekki um eiginlegan leyfisferil að ræða heldur einfalda skráningu. 

Bókunarþjónusta merkir starfræksla hvers kyns bókunarþjónustu til almennings, fyrir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur, hvort sem er innan lands eða erlendis, þar með talin rafræn bókunarþjónusta.

Upplýsingamiðstöð merkir aðili sem stundar hlutlausa upplýsingagjöf til almennings. Upplýsingamiðstöð hvorki setur saman, býður til sölu né auglýsir ferðir eða aðra ferðatengda starfsemi.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?