Fara í efni

Umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar - Myndræn hugleiðing um ástand lands og úrbætur

Nánari upplýsingar
Titill Umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar - Myndræn hugleiðing um ástand lands og úrbætur
Lýsing

Ljóst er að gríðarleg vinna er framundan við að draga úr áhrifum ört vaxandi ferðaþjónustu á náttúru Íslands. Athyglin beinist einkum að „fjölsóttum“ stöðum en vinna þarf að verndun, uppbyggingu og viðhaldi ferðamannastaða, göngustíga og annarra ferðaleiða um allt land.

Við þetta mikla starf þarf að tryggja að fagmennska og „verkleg menning“ sé með fullnægjandi hætti. Mikið er í húfi, bæði vegna umhverfisverndar og ekki síður efnahagslegs mikilvægis atvinnugreinarinnar. Mistök geta verið dýrkeypt.

Í þessari skýrslu er nokkrum þeim viðfangsefnum sem við blasa lýst með myndrænum hætti. Áhersla er hér á þann vanda sem við blasir og mistök sem gerð hafa verið. Slíkt reynist oft gott til að skerpa fókus á það sem betur má fara og undirstrika þörf fyrir uppbyggingu faglegrar þekkingar. Á sama hátt er hægt að læra af því sem vel er gert.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Andrés Arnalds
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2015
Leitarorð umhverfi, umhverfismál, umhverfisvernd, skipulag, skipulagsmál, úrbætur, stígar, stígagerð, gróðurvernd, gróðurskemmdir, uppbygging, ferðamannastaðir, ferðaleiðir, gönguleið, gönguleiðir