Haustfundur Ferðaþjónustunnar - Austurland*

Haustfundur ferðaþjónustunnar verður haldinn í Sláturhúsinu fimmtudaginn 14. nóvember næstkomandi. Í hádeginu munu brugghús og veitingastaðir á svæðinu kynna vörur sínar og bjóða þátttakendum að smakka.

Allir velkomnir! Skráning fer fram hér á Facebook-viðburðinum.

Dagskrá:
- Jónína Brynjólfsdóttir og María Hjálmarsdóttir kynna þau verkefni sem Austurbrú vinnur að auk uppfærslu á "Áfangastaðaáætlun".

- Lilja Rögnvaldsdóttir kynnir ferðavenjukönnun sem fór fram á Egilsstöðum sumarið 2018 en markmið verkefnisins var að safna upplýsingum um ferðahegðun og útgjaldamynstur ferðamanna á einstökum svæðum yfir sumartímann.

- Eyrún Jenný Bjarnadóttir kynnir niðurstöður könnunar um viðhorf heimamanna til ferðaþjónustu en könnunin var gerð sumarið 2018.

- Ásta Kristín Sigurjónsdóttir kynnir verkefnið "Ábyrg ferðaþjónusta" og ávinning fyrirtækja af þátttöku í verkefninu.

- Inga Rós Antoníusdóttir verður með kynningu á verkefninu "Stafræn þróun" sem Ferðamálastofa hefur sett á laggirnar en stafræn væðing ferðaþjónustu er eitt af áherslumálum þeirra.

- Inga Hlín Pálsdóttir fer yfir stefnuáherslur í markaðssetningu fyrir ferðaþjónustuna en ný stefna Íslandsstofu var kynnt þann 23. október síðastliðinn.

Vinnustofa: Daniel Byström og María Hjálmarsdóttir stýra vinnustofu eftir hádegi þar sem unnið verður með nýsköpun og vöruþróun í tengslum við áherslur áfangastaðarins.

Hlökkum til að sjá ykkur!