Fara í efni

Tvö­föld­un á flug­ferðum ea­syJet til Íslands

Tvö­föld­un á flug­ferðum ea­syJet til Íslands

Breska flug­fé­lagið ea­syJet mun rúm­lega tvö­falda fjölda flug­ferða sinna til Íslands á næst­unni. Félagið býst við að flytja um fjög­ur hundruð þúsund farþega til og frá land­inu  á næsta ári.

Genf og Belfast nýir áfangastaðir

Flug­fé­lagið hyggst hefja beint áætl­un­ar­flug frá Íslandi til Gatwick-flug­vall­ar í London, Genf­ar í Sviss og Belfast á Norður-Írlandi, allt árið um kring. Til viðbót­ar flýg­ur fé­lagið til fimm áfangastaða í dag og verða þeir því orðnir sam­tals átta með fjölg­un­inni. Flugið til Gatwick og Genf­ar hefst í lok októ­ber og til Belfast í des­em­ber.

Úr 52 ferðum í 110 á mánuði

Fyr­ir flýg­ur fé­lagið til London Lut­on, Bristol, Manchester, Ed­in­borg­ar í Skotlandi og Basel í Sviss. EasyJet hóf að fljúga héðan árið 2012 til Lund­úna en alls eru nú flog­inn 13 flug á viku eða 52 flug á mánuði. Þegar Belfast flugið fer af stað í des­em­ber verða mánaðarleg­ar brott­far­ir fé­lags­ins 100 tals­ins. Frá og með fe­brú­ar næst­kom­andi eykst tíðnin til London Lut­on og Manchester og þá verða brott­far­ir ea­syJet frá Íslandi orðnar 110 í hverj­um mánuði, segir í frétt frá easyJet.