Fara í efni

Ratsjáin – Nýsköpunar og þróunarverkefni

Ratsjáin

Ratsjáin er nýsköpunar og þróunarverkefni sem stuðlar að því að bjóða stjórnendum í starfandi ferðaþjónustufyrirtækjum þátttöku í þróunarferli með það að markmiði að efla þekkingu og hæfni sína á sviði fyrirtækjareksturs. Verkefninu er ætlað að ná til þeirra fyrirtækja sem eru að gera góða hluti í dag en vilja efla sig enn meira í ýmsum rekstrarþáttum.

Ávinningur þátttakenda

Með þátttöku sinni fá stjórnendur þjálfun og þekkingu sem snýr að betri miðlun upplýsinga, aukinni hæfni í greiningu á rekstri fyrirtækisins síns, úrbótaskýrslu með tillögum að nauðsynlegum aðgerðum, að gæði, fagmennska og ábyrg stjórnun verði hluti af stefmumótunarferli hvers fyrirtækis ásamt mannauðsmálum og öðrum atriðum sem kunna að koma upp í greiningarferli hvers fyrirtækis fyrir sig.

Kostnaði haldið í lágmarki

Við framkvæmd verkefnisins verða færir sérfræðingar hver á sínu sviði fengnir að borðinu til að miðla reynslu sinni og þekkingu. Það er því til mikils að vinna fyrir fyrirtæki að sækjast eftir þáttöku. Kostnaði verður haldið í lágmarki en fyrirtæki greiða 150þúsund kr þátttökugjald auk ferða og uppihaldskostnaðar þegar vinnufundir eru. Gera má ráð fyrir 8 ferðum á tímabilinu auk þess sem þáttakandi tekur einu sinni á tímabilinu á móti öllum hinum.

Hverjir standa að verkefninu

Til þess að svona verkefni geti orðið að veruleika þarf sterka bakhjarla og með stuðningi Landsbanka Íslands, Valitor, Félagi Ferðaþjónustubænda og Ferðamálastofu er verkefninu nú ýtt í framkvæmd af Íslenska ferðaklasanum og Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem hvor um sig leggur til sérfræðinga til verkefnisins.

Umsóknafrestur

Umsóknarfrestur er til 13. maí 2016 en valin verða 8 fyrirtæki víðsvegar af landinu til þátttöku. Í valnefnd sitja fulltrúar Íslenska ferðaklasans, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Ferðamálastofu. Niðurstaða valnefndar verður kynnt í lok maí en námskeiðið hefst í lok ágúst með upphafsfundi sem haldinn verður í Reykjavík. Sótt er um á www.ratsjain.is og þar er einnig að finna náanri upplýsingar.

Allar nánari upplýsingar veita:

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir klasastjóri Íslenska ferðaklasans, s: 861-7595, mail: asta.kristin@icelandtourism.is
Sigríður Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í s: 522-9462, mail: sirry@nmi.is