Fara í efni

Kynningarfundur um ísgöngin í Langjökli

Kynningarfundur um ísgöngin í Langjökli

IceCave – stærstu ísgöng í Evrópu verða opnuð í Langjökli í maí 2015. Kynningarfundur um verkefnið verður þriðjudaginn 3. júní klukkan 15:30 á Icelandair Hotel Natura ,Vík 4.

Dagskrá:

15:30 - 15:40 - Ari Trausti Guðmundsson fjallar um eðli jökla og áhrif þess á verkefnið
15:40 - 15:50 - Reynir Sævarsson, verkfræðingur fjallar um útgröft og hönnun ganganna
15:50 - 16:00 - Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri fjallar um ísgöngin sem áfangastað fyrir ferðamenn
16:00 - 16:30 - Spurningar og umræður. Léttar veitingar

Verða 800 m löng

Ísgöngin í Langjökli eru áhuagverð viðbót við afþreyingarmöguleika fyrir ferðamenn, staðsett í ofanverðum Langjökli og verða opin minnst 8 mánuði á ári. Gerð ísganganna hófst snemma í vor og nú hafa verið grafin um 40 metra löng göng inn í jökulinn. Göngin verða alls um 800 metra löng. Í þeim verða alls kyns afkimar og afhellar sem verða notaðir undir sýningar, fræðslu, veitingasölu og fleira. Fullgerð verða göngin á meðal stærstu manngerðu ísganga í heimi.+

Veiti innsýn í þróun og gerð jökla

Á fundinum verða kynntar nýjar útlitsteikningar af Ísgöngunum en einnig verða kynnt áform um markaðssetningu og vöruframboð. Sýnt verður tölvugert myndband sem sýnir útlit ganganna. Fjallað verður um hönnun ganganna en mikil áhersla verður lögð á að þau verði sem náttúrulegust og veiti um leið fágæta innsýn í gerð og þróun jökla.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave. Tölvupóstur: siggi@icecave.is - www.icecave.is