Fara í efni

Hannes Boy og Kaffi Rauðka í Vakann

Rauðka í VAKANN
Á myndinni eru frá vinstri Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, María Petra Björnsdóttir, Finnur Yngvi Kristinsson, Sigríður María Róbertsdóttir og Áslaug Briem frá Vakanum.

Veitingastaðirnir Hannes Boy og Kaffi Rauðka á Siglufirði eru nýjustu þátttakendurnir í Vakanum. Staðirnir tilheyra Rauðku ehf. sem byggt hefur upp þjónustu tengda ferðafólki á Siglufirði síðan árið 2007.

Hannes Boy, sem nefndur er eftir sjóaranum Hannesi, er hlýlegur veitingastaður með útsýni yfir smábátahöfnina og fjöllin. Staðurinn opnaði árið 2010 en Kaffi Rauðka opnaði ári síðar. Á sumrin myndast skemmtilegt andrúmsloft við Kaffi Rauðku og Hannes Boy þegar fjöldi manns kemur þar saman til að njóta lífsins. Norðurhluti Kaffi Rauðku er einnig notaður sem tónleikasalur og þar eru reglulega haldnir viðburðir.

Hótel opnað í júní

Á síðustu árum hefur verið mikil aukning á þeim fjölda ferðamanna sem koma til Siglufjarðar og leggur starfsfólk Rauðku metnað sinn í að gera ferðafólki kleyft að njóta náttúru fjarðarins og bæjarlífsins. Rauðka hefur einsett sér að vera leiðandi þjónustufyrirtæki á svæðinu, stuðla að framþróun samfélagsins, efla þjónustustig og hlúa að umhverfi, atvinnulífi og afþreyingarmöguleikum á svæðinu. Sigló Hótel er nafn á nýju hóteli í eigu Rauðku en það verður opnað í næsta mánuði .