Fara í efni

Greina framboð og fyrirkomulag menntunar í ferðaþjónustu

©arctic-images.com
©arctic-images.com

Ferðamálastofa hefur samið við KPMG um að fyrirtækið vinni greiningu á framboði og fyrirkomulagi menntunar tengdri ferðaþjónustu og þörfum greinarinnar þar að lútandi.

Leitast verður við að kortleggja þær stofnanir og námsleiðir sem standa að menntun í greininni hvort sem þær leiða til opinberrar gráðu eða viðurkenningu af öðrum toga. Auk þess mun KPMG greina helstu þarfir fyrir menntun í greininni með útsendingu könnunar og viðtölum ásamt því að bera saman menntunarmöguleika á Íslandi við fyrirliggjandi upplýsingar um menntun í ferðaþjónustu í samanburðarlöndum. Verklok eru áætluð nú í lok september.