Fara í efni

Einstakt tækifæri til þátttöku í alþjóðlegum viðburði á Akureyri

Hof

Enn er hægt að skrá sig á aðaldag alþjóðlegrar ráðstefnu í Hofi á Akureyri föstudaginn 7. október, Sumarskóla um forystu og stjórnun í sjálfbærri ferðaþjónustu. Um einstakt tækifæri er að ræða til að taka þátt í alþjóðlegum viðburði með þátttöku lykilpersóna á sviði ferðaþjónustu hvaðanæva úr heiminum, jafnt úr röðum fræðimanna, rekstraraðila og stjórnmála.

Fjöldi erlendra fyrirlesara

Um tuttugu fyrirlesarar og leiðbeinendur, flestir erlendir, munu taka til máls í Hofi. Koma þeir m.a frá Evrópska ferðamálaráðinu, Alþjóðabankanum, Alþjóða ferðamálaráðinu UNWTO, Evrópuþingmenn og fleiri.

Að skipulagningu og undirbúningi standa Foundation for European Sustainable Tourism, Ferðamálastofa, Ferðamálaráð Evrópu, Rannsóknamiðstöð ferðamála og Markaðsstofa Norðurlands. Akureyrarbær, Norðurþing, Norðursigling og Flugfélag Íslands styðja einnig viðburðinn.

Verð og skráning

Sem fyrr segir er hægt að skrá sig sérstaklega á ráðstefnuna í Hofi á Akureyri og kostar sá dagur 13.500 kr. Dagskráin stendur yfir frá kl. 9-17.

Lokað hefur verið fyrir skráningu.

Dagskrá

Dagskrá Hofi