Fara í efni

Vinnustofa fimm landa í London

Íslandsstofa undirbýr nú þátttöku í vinnustofu sem haldin verður 9. febrúar 2017 í London. Um er að ræða sameiginlega vinnustofu Íslands, Finnlands, Grænlands og Eistlands en í ár munu Færeyjar bætast í hópinn.

Á vinnustofunni gefst fyrirtækjum í ferðaþjónustu kostur á að hitta og mynda viðskiptasambönd við aðila úr hópi ferðasala á breska markaðinum.

Vinnustofan verður haldin á sama stað og undanfarin ár eða í HAC viðburðarhöllinni sem er staðsett í miðbæ London.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og gildir því reglan fyrstur kemur - fyrstur fær. Þeir sem hafa hug á að skrá sig eru beðnir að fylla út skráningareyðublað á vef Íslandsstofu og senda á netfangið ragnheidur@islandsstofa.is fyrir 20. september nk.

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Sylvía Kjartansdóttir, ragnheidur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000