Fara í efni

Þér er boðið í samtal! - Ferðamál á norðurslóðum

Dagana 29. ágúst til 2. september fer fram ráðstefna um ferðamál á norðurslóðum við Háskólann á Akureyri og á Raufahöfn í samvinnu við heimafólk þar. Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur stefnt saman 50 fræðingum allstaðar að úr heiminum, sem unnið hafa að rannsóknum og framgangi ferðamála á heimskautasvæðum.

Boðið er til samtals við þá þegar þeir verða á Akureyri, þar sem hægt verður að fá innsýn inn í þróun ferðamála á svæðum sem búa við svipaðar áskoranir í uppbyggingu ferðaþjónustu og á Norðurlandi.

Dagskráin hefst á kynningu frá Söru Marsh, sem sinnir málefnum ferðaþjónustu fyrir fylkisstjórnina í Yukon. Hún mun kynna hvernig aðilar ferðaþjónustu hafa hagnýtt sér rannsóknir á þróun greinarinnar á jaðarsvæðum Kanada. Eftir hennar framsögu verða opnar panel umræður. Meðal þátttakenda verða Arnheiður Jóhannsdóttir, frá Markaðsstofu Norðurlands, Sævar Freyr Sigurðsson, frá Saga Travel, og Jökull Bergmann frá Arctic Heli Skiing. Markmið samtalsins er að gefa ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi tækifæri til fræðast um reynslu og sýn hinna erlendu gesta.

Vinsamlegast látið vita um þátttöku fyrir 26. ágúst til Eyrúnar gegnum ejb@hi.is