Fara í efni

Stefnumót Norður-Atlantshafslandanna - skráning

Þann 9. maí nk. verður haldin vinnustofa á vegum NATA (The North Atlantic Tourism Association). Um er að ræða samstarf á sviði ferðamála á milli Íslands, Færeyja og Grænlands og er markmiðið að finna samlegðaráhrif og samstarfsfleti milli landanna þriggja.

Vinnustofan verður í formi stefnumóta (B2B) og er ætluð ferðaskrifstofum og ferðaheildsölum frá löndunum þremur. Þar fá íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu tækifæri til að hitta aðila frá grænlenskum og færeyskum ferðaþjónustufyrirtækjum og mögulega stofna til nýrra viðskiptasambanda.

Vinnustofan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og tekur um þrjá tíma
(nánari tímasetning síðar).

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir að hafa samband fyrir 20. mars
við Ragnheiði Sylvíu Kjartansdóttur, ragnheidur@islandsstofa.is.