Fara í efni

Startup Tourism - Í upphafi skal hönnun skoða

"Í upphafi skal hönnun skoða" er ætlað að vísa í mikilvægi hönnunar þegar móta á nýja vöru eða þjónustu. Ein af áskorunum teymanna sem taka þátt í Startup Tourism er að hanna upplifun viðskiptavina frá A-Ö.

Við heyrum tvö erindi um hönnun áfangastaða og upplifunarhönnun í markaðssetningu og í þetta sinn kynnir helmingur teymanna í Startup Tourism viðskiptahugmyndir sínar á 2 mínútum.

- Samfélagsdrifin áfangastaðahönnun -
Daniel Byström er sænskur áfangastaðahönnuður og hefur frá árinu 2011 verið fastagestur á Íslandi. Hann hefur tekið þátt í mörgum spennandi verkefnum meðal annars hönnun á áfangastaðnum Austurlandi. Daniel kemur til með að kynna verkefnið og þá ferla sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar hönnun áfangastaða er annars vegar.

- Upplifun í markaðssetningu -
Guðmundur Arnar Guðmundsson er markaðsstjóri Íslandsbanka. Hann hefur viðamikla reynslu af uppbyggingu vörumerkja og alltaf lagt mikla áherslu á að fyrirtækin hafi sterkan tilgang og skapi eftirminnilega upplifun fyrir viðskiptavini. Guðmundur starfaði áður sem markaðsstjóri hjá Icelandair, WOW air og Nova. Þá er hann stundarkennari í markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Hann mun segja okkur frá reynslu sinni og gefa góð ráð sem geta nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu.

// Veitingar í boði og allir velkomnir - Hlökkum til að taka á móti ykkur!

 

https://www.facebook.com/events/1857611431186241/