Fara í efni

Málþing um millilandaflug - Akureyri

Markaðsstofa Norðurlands og flugklasinn Air 66N munu halda málþing um flugmál 13. Sept. nk. kl. 14:00 í Flugsafni Íslands. Efni málþingsins er millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða, hvar við stöndum í dag og hvaða tækifæri eru framundan. Á málþinginu verða m.a. innlegg frá Íslandsstofu, SAF, Isavia og Austurbrú auk kynningar á nýjum flugþróunarsjóði. Einnig verður erindi frá flugvallarstjóra í Svíþjóð sem segir frá þeirra reynslu af að taka yfir rekstur flugvallarins frá hendi hins opinbera – mjög áhugavert innlegg. Í lokin gefst tími til fyrirspurna og umræðna.


Við hvetjum alla til að taka daginn frá. Við munum senda út endanlega dagskrá og skráningarform síðar.