Fara í efni

Kosta ríka og sjálfbær ferðaþjónusta

Íslandsstofa og Isavia, í samvinnu við alþjóðlegu ráðstefnuna What Works 2017, standa að fundi um sjálfbæra ferðaþjónustu á Kosta Ríka, mánudaginn 24. apríl kl. 15-17 í Hörpu. Á fundinum mun Roberto Artavia Loria, varaforseti SPI (Social Progress Imperative) kynna og ræða félagslegar framfarir í ferðaþjónustu á Kosta Ríka og hvernig markvissri ferðamálastefnu hefur verið framfylgt allt frá árinu 1996.

Verkefnið á Kosta Ríka var fyrsta SPI sinnar tegundar fyrir ferðaþjónustu, en það var þróað af ferðamálaráði Kosta Ríka og CLACDS. Sameinuðu þjóðirnar veittu verkefninu nýverið verðlaun fyrir nýsköpun í opinberri stjórnsýslu.

Það vekur athygli að með þessu hefur Kosta Ríka skapað sér þá ímynd að vera fyrirmynd annarra áfangastaða í sjálfbærri ferðaþjónustu. Þeir mælikvarðar sem Kosta Ríka vinnur eftir innihalda upplýsingar um þarfir hvers ferðaþjónustusvæðis í Kosta Ríka, en mælikvarðarnir gefa einnig hugmynd um lífsgæði íbúa landsins.

DAGSKRÁ
Ávarp ferðamálaráðherra – Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir
Costa Rican Tourism, a success story of competitiveness and sustainability – Roberto Artavia Loría, Vice-Chair, Social Progress Imperative; President, Viva Trust
Jafnvægið milli efnahags, umhverfis og samfélags - Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður Verkefnastofu Isavia
Samræður og fyrirspurnir um mikilvægi sjálfbærrar ferðaþjónustu

Fundarstjóri er Jón Kaldal, fjölmiðlamaður

Sértilboð til íslenskra þátttakenda:
SPI og ferðaþjónusta - kr 9.900 skráning